Mistök?

Ómar hefur heillað mjög marga Íslendinga með einstakri baráttu sinni varðandi björgun hálendisins.

Þó svo að Íslandshreyfingin nái inn einum eða e.t.v. fleiri þingmönnum þá getur áhrif þessara samtaka einungis náð einhverjum árangri aðeins við mjög erfiðar og tvísýnar stjórnarmyndanir. Þá gæti Íslenadshreyfingin haft úrslitaáhrif um stjórnarmyndun og þar með hafa einhver áhrif á landsstjórnina.

Sjálfur vil eg sýna þessu framboði skilning og vissa virðingu. En þarna virðist vera komin fram ný samsuða óánægjufólks úr Frjálslynda flokknum og ýmsu umhverfisfólki sem ekki virðist vera alls kostar ánægt með starf hvorki Samfylkingar né Vinstri Grænna.

Framboð sem tengist einungis einu máli hefur aldrei skilað neinum árangri í stjórnmálum hvorki á Íslandi né erlendis. Þessi framboð verða því miður sömu örlögum háð og draugarnir sem döguðu uppi í dagrenningu.

Nú benda skoðanakannanir að Íslandshreyfingin nái engum öruggum manni inn á þing. Þá falla atkvæðin sem Íslandshreyfingin fær í alþingiskosningum dauð niður og framboðið verður að teljast með öllu hafa mistekist. Það væri miður ef núverandi ríkisstjórn héldi velli vegna þessara atkvæða en nokkuð ljóst er að mun fleiri atkvæði sækir Íslandshreyfingin til flokka stjórnarandstæðunnar en stjórnar. Þá væri ver af stað farið en heima setið!

Mosi 

alias 

 

 


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji - já það er sorglegt að ekki skuli hægt að sameina allt vel þenkjandi fólk í einn flokk. Margir þeir sem studdu VG vegna Grænu málanna, af því það var ekki  annarra kosta völ eru illa brenndir af sjóðheitri gufu Hellisheiðarvirkjunar sem VG +S+B = R-listi byggðu til að Álverin á Grundartanga og í Straumsvík gætu stækkað. VG var að vísu alveg búið að gleyma þessari fínu framkvæmd þegar kom til kosninga í Hafnarfirði. VG hefur sýnt og sannað að það er frábær og bráðnauðsynlegur stjórnarandstöðuflokkur. Ef Íslandshreyfingin ýtir stefnu annarra stjórnamálaflokka til vits í umhverfismálum er hálfur sigur unninn. Áfram Íslandshreyfingin - virðist  flokkur með alvöru stefnu.

Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það er virkilega sorglegt. Og sitt hvað bendir til að þetta framboð þeirra Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur að ríkisstjórnin haldi velli! Það væri betra að skipta um ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar enda er sitthvað að verða nokkuð feyskið í innviðum þessara gömlu samstarfsflokka þar sem spilling hefur oft fengið að grasséra, meir en hjá öðrum flokkum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.4.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband