Spennandi kosningar fara í hönd

Nú fara spennandi kosningar í hönd. Hvort VG nær að halda því mikla fyrlgi sem fram kemur í skoðanakönnunum og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur komið út með jafnvel meira en kjörfylgi síðustu kosninga: þetta verður spennandi eftir 4 vikur! 

Hvort Samfylkingin og gamli garmurinn Framsóknarflokkurinn geti krafsað í e-ð meira fylgi: já það verður spennandi að fylgjast með. Annars er Famsóknarflokkurinn með fremur lélegan málstað að verja: víða standa spjótin á hann og er það ekki að vonum enda hefur flokkurinn sá verið lengi þekktur fyrir ýms umdeild mál á sviði fjármálaspillingar. Hvað með sauðfjársamninginn sem kostar íslenska skattborgara um 4 milljarða á ári hverju? Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki síður laus við spillingu og þegar þessir tveir flokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefur spillingin farið jafnvel mjög vaxandi í samfélaginu. En ekki má gleyma sér í svartagallsrausinu og mála skrattann upp á alla veggi.

Athygli vekur að litlu flokkarnir á borð við Frjálslynda flokkinn eiga við verulegan tilvistarvanda að  etja. Þessi stefna flokksins gagnvart útlendingum var dæmd til að mistakast herfilega og má flokkur þessi finna sér e-ð annað haldreipi og betra en að agnúast út í nýbúa. 

Og þessi nýju einna mála framboð sem eru framkomin vegna einungis umhverfismála og hagsmuna eldra fólks, virðast eki bera neinn árangur. Í besta falli gætu þau fengið 1-2 menn kjörna en hverju stoðar það? Kannski við erfiðar stjórnarmyndunarviðræður en annars alls ekki. 

Það er mjög mikill og góður kostur að búa í blönduðu hagkerfi eins og við Íslendingar höfum átt við að búa í áratugi. Galdurinn er að forðast öfgar beggja, kapítalismans og sósíalismans en njóta þess besta úr báðum kerfunum! Því miður vill stundum verða til að við sitjum uppi einungis uppi með galla annars kerfisins og þá er afleitt að búa á Íslandi!

Ekki megum við gleyma því að vinstri menn vilja huga betur að þeim sem minna mega sín í samfélaginu og það er fyrir þessa grjóthörðu bisnisskarla ekki par góð tíðindi. Jöfnun lífskjara kostar ríkisútgjöld og við viljum hafa lágmarkssamfélagsþjónustu: ekkiaðeins góða lögreglu heldur einnig, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun handa öllum.

Svo geta þeir sem aðhyllast kapítalisma af einhverjum ástæðum líka misst af lestinni, orðið veikir, örkumla vegna slysa eða sjúkdóma og að lokum verða allir gamlir sem ekki deyja ungir. Þessi óhefti grjótharði kapítalisminn sér því miður ekki aumur á okkur þegar við af einhverjum ástæðum getum ekki aflað okkur nægjanlegra lágmarkstekna. Þá verða jafnvel þessir eldhörðu kapitalistar sem vilja selja allt sem unnt er að hafa á boðstólum kaupahéðna, orðið ósköp fegnir að VG og Samfylking hafi náð að bjarga því sem bjargað var úr klónum óhefta kapítalisma sem þið njótið sem sjúkir, örkumla og aldraðir!

Lifið vel og lengi!

Mosi


mbl.is Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband