13.4.2007 | 19:46
Spennandi kosningar fara í hönd
Nú fara spennandi kosningar í hönd. Hvort VG nær að halda því mikla fyrlgi sem fram kemur í skoðanakönnunum og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur komið út með jafnvel meira en kjörfylgi síðustu kosninga: þetta verður spennandi eftir 4 vikur!
Hvort Samfylkingin og gamli garmurinn Framsóknarflokkurinn geti krafsað í e-ð meira fylgi: já það verður spennandi að fylgjast með. Annars er Famsóknarflokkurinn með fremur lélegan málstað að verja: víða standa spjótin á hann og er það ekki að vonum enda hefur flokkurinn sá verið lengi þekktur fyrir ýms umdeild mál á sviði fjármálaspillingar. Hvað með sauðfjársamninginn sem kostar íslenska skattborgara um 4 milljarða á ári hverju? Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki síður laus við spillingu og þegar þessir tveir flokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefur spillingin farið jafnvel mjög vaxandi í samfélaginu. En ekki má gleyma sér í svartagallsrausinu og mála skrattann upp á alla veggi.
Athygli vekur að litlu flokkarnir á borð við Frjálslynda flokkinn eiga við verulegan tilvistarvanda að etja. Þessi stefna flokksins gagnvart útlendingum var dæmd til að mistakast herfilega og má flokkur þessi finna sér e-ð annað haldreipi og betra en að agnúast út í nýbúa.
Og þessi nýju einna mála framboð sem eru framkomin vegna einungis umhverfismála og hagsmuna eldra fólks, virðast eki bera neinn árangur. Í besta falli gætu þau fengið 1-2 menn kjörna en hverju stoðar það? Kannski við erfiðar stjórnarmyndunarviðræður en annars alls ekki.
Það er mjög mikill og góður kostur að búa í blönduðu hagkerfi eins og við Íslendingar höfum átt við að búa í áratugi. Galdurinn er að forðast öfgar beggja, kapítalismans og sósíalismans en njóta þess besta úr báðum kerfunum! Því miður vill stundum verða til að við sitjum uppi einungis uppi með galla annars kerfisins og þá er afleitt að búa á Íslandi!
Ekki megum við gleyma því að vinstri menn vilja huga betur að þeim sem minna mega sín í samfélaginu og það er fyrir þessa grjóthörðu bisnisskarla ekki par góð tíðindi. Jöfnun lífskjara kostar ríkisútgjöld og við viljum hafa lágmarkssamfélagsþjónustu: ekkiaðeins góða lögreglu heldur einnig, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun handa öllum.
Svo geta þeir sem aðhyllast kapítalisma af einhverjum ástæðum líka misst af lestinni, orðið veikir, örkumla vegna slysa eða sjúkdóma og að lokum verða allir gamlir sem ekki deyja ungir. Þessi óhefti grjótharði kapítalisminn sér því miður ekki aumur á okkur þegar við af einhverjum ástæðum getum ekki aflað okkur nægjanlegra lágmarkstekna. Þá verða jafnvel þessir eldhörðu kapitalistar sem vilja selja allt sem unnt er að hafa á boðstólum kaupahéðna, orðið ósköp fegnir að VG og Samfylking hafi náð að bjarga því sem bjargað var úr klónum óhefta kapítalisma sem þið njótið sem sjúkir, örkumla og aldraðir!
Lifið vel og lengi!
Mosi
Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.