Betur má ef duga skal

Þegar reiknað er út hve miklu fé verði varið vegna þessara verkefna þá eru um 200 þús að meðaltali í hvert verkefni. Ekki ríða styrkþegar feitum hesti frá þessari úthlutun og samfélagið getur verður vænst mikils árangurs fyrir svo lítið fé.

Betur má því ef duga skal.
Efla þarf skólakerfið og leggja ekki minna kapp í að mennta yngstu kynslóðirnar en ríkisstjórnin hefur lagt önnur verkefni, t.d. í álvæðinguna. Að vísu er grunnskólinn á vegum sveitarfélaga en efla þarf stórlega starfið, m.a. að efla menntun og gera starf kennara eftirsóknarvert.

Einnig er brýn nauðsyn að finna raunhæfar leiðir til að hækka laun kennara en því miður hafa þau dregist langt aftur úr á liðnum árum miðað við flestar aðrar stéttir. Kannski má rekja það aftur til þess tíma þegar Sverrir Hermannsson var menntamálaráðherra hérna um árið. Hann lagði kennara í n.k. einelti og mætti gjarnan rifja þá umræðu nú þegar þessi maður stígur fram á leiksviðið að nýju. Hann virðist ekki muna mikið lengra aftur en til síðustu viku eða mánaða en af málflutningi hans mætti ætla að þar fari maður sem hafi ætíð borið sérstaka umönnun fyrir þeim sem minna mega sín.

Mosi


mbl.is 17 milljónir veittar úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband