Haminguóskir Hafnfirðingar!

Að ósi skal á stemma - segir hið fornkveðna. Einhvern tíma er leikur sá sem hafinn er - úti.

Þessi kosning er mjög áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hugmynd sveitarstjórnar að fá íbúunum ákvörðunarvald í kosningum um erfiða ákvörðun er til þess fallið að skapa betri starfsfrið innan bæjarstjórnar og að þar magnist ekki deilan meir en nauðsyn ber til. Framkoma og æðruleysi bæjarstjórans er sérstaklega til fyrirmyndar. Hann vill ekki gefa upp hvað honum sýnist um málið, það skiptir ekki máli, heldur það sem meirihlutinn vill. Hann er bæjarstjóri allra Hafnfirðinga!

Í aðdraganda kosninganna er eftirtektarvert hversu einn aðilinn, Alkan, sem málið varðar sérstaklega, verður óhjákvæmilega mjög virkur þátttakandi í þessum mikla slag. Mörgum fannst að þegar heilsíðuauglýsingar fóru að birtast í fjölmiðlum að spyrja mætti: þarf að spyrja að leikslokum?

Eftir kosninguna var fréttin um að fleiri hefðu flust til Hafnarfjarðar en í raun reyndist eftir upplýsingum sem bæjarstjórnin hafði fengið frá Hagstofu, vekur einning umhugsun. Hve mikilvægt er að kanna heimildir vandlega áður en þær eru teknar alvarlega. Sögusagnir sem síðan reynist vera út í hött var fleygt fram eins og um sannindi væri um að ræða. Samtökin Hagur Hafnarfjarðar þyrftu núna að líta í eiginn barm og skoða hvort ekki sé ástæða að biðjast afsökunar á frumhlaupinu.

Að koma fyrr friði á undir svona kringumstæðum er mikilvægt. Nú mun umræðan ganga út á hvort rétt hefði verið að standa öðru vísi að þessari skoðanakönnun. Ef þessi ákvörðun hefði verið tekin í bæjarstjórn er sennilegt að deilurnar hefðu haldið áfram og jafnvel langt út fyrir vettvang Hafnarfjarðar. En svo virðist sem allir bæjarfulltrúar hafi verið meðvitaðir um hversu nauðsynlegt er að við hugum betur að leggja um erfið mál undir atkvæði fleiri en kjörinna fulltrúa.

Megi oft verða minnst á það hugrekki og það þor sem meirihluti Hafnfirðinga sýndi með afstöðu sinni. Kannski að nú verði vendipunktur varðandi þessi álmál í litla íslenska samfélaginu okkar. Áliðnaður er ekki eintómur ljúfur dans á rósum, öðru nær, hann á einnig sínar dökku hliðar sem ekki má síður horfa fram hjá.

Mosi


mbl.is Engin óeðlileg fjölgun á kjörskrá í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 242987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband