30.7.2014 | 23:42
Skussinn verður sendiherra!
Geir Haarde var lengi fjármálaráðherra á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Eitt af afreksverkum hans sem fjármálaráðherra var einkavæðing ríkisbankanna Búnaðarbanka og Landsbanka sem eins og kunnugt er lentu í höndum ótýnds braskaralýðs sem þó virðist hafa greitt vænar summur til flokka þessarra.
Ekki seinna en í febrúarmánuði 2008 var ljóst að bankakerfinu á Íslandi var ekki bjargandi. Geir Haarde sem forsætisráðherra sýndi af sér gríðarleg afglöp með því að aðhafas ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri mun hafa bent honum á grafalvarlega stöðu mála.
Allir landsmenn vita hvað gerðist um haustið. Ljóst var að unnt hefði verið að koma að einhverju leyti í veg fyrir að bankarnir og fyrirtækin væu étin að innan. Lánasjónarmi bankanna vor7 vægast mjög umdeild. Hvernig gat t.d. breskur braskari, Robert Tschngis nað í 46% af öllum útlánum stærsta bankans, Kaupþings?
Var hægt að koma í veg fyrir allt þetta brask og alla þessa áhættu?
Ákvörðunarvaldið var hjá Geir Haarde og Davíð Oddssyni sem hvorugur gerir nokkurn skapaðan hlut. Báðir telja best að þegja og gera ekkert!
Þjóðinni blæddi. Og þjóðin tók á sig skellinn!
Og nú er skussinn hafinn upp til æðstu metorða - á ný!!
Á kosnað hverra?
Framsóknarflokksins?
Sjálfstæðisflokksins?
Braskaranna?
Eigin verðleika?
Nei - á kostnað okkar allra hinna sem greiða skattinn okkar skilyrðislaust til ríkissjóðs!
Skussinn er orðinn að sendihrra!
Bravó fyrir skussum allra Íslendinga!
Geir Haarde sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert duglegur í sleggjudómunum sem fyrr.
Hverjar fjárhæðir fékk Sjálfstæðisflokkurinn greiddar frá þessum sem keyptu kjölfestuhlut í ríkisbönkunum ? Hvar er slíkar upplýsingar að finna ?
Þeir sem keyptu kjölfestuhlutina voru hæstbjóðendur á markaði. Þú, Guðjón Sigþór, gast keypt hlut í þessum bönkum fyrir lægra verð daginn áður en þeir keyptu og nærri tvö ár þar á undan.
Davíð Oddsson og Geir H Haarde komu í veg fyrir að almenningur þyrfti að taka skellinn af þessum fjárglæframönnum, sem Icesave liðið vildi láta almenning axla ! Hvar stóðst þu í því máli ? Skellinn tóku sem kunnugt er erlendir kröfuhafar þessara einkabanka sem auðvitað áttu að taka hann. Þar á meðal tapaði Deutsche Bank einum 16.000.000.000 króna í þávirði á Hörpu einni saman og aldrei er talið með í lokatölum um byggingakostnað þeirrar monthallar.
Við tókum almennan skell af því að í heiminum öllum varð bankahrun.
Þökk fyrir að segja satt frá um að Davíð og Seðlabankinn vöruðu ríkisstjórnina við í febrúar 2008, en Einsmálsfylkingin sem átti ráðherra bankamála sem og stjórnaði Fjármálaeftirlitinu gerði ekkert með þær upplýsingar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 00:37
Guðjón er einn fárra þeirra skoðunar að fjármálakerfið í heiminum hafi hrunið vegna DO og GH.
Ekkert sem hann heyrir og les getur breytt því.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 08:50
Mosi vinur minn þú mynnist ekkert á þinn mann Árna þór hann er V.G. og fær þetta er það klúður
eð hvað,hann lærðií >austurþýskalandi!!En Geir Haarde í Bandaríkjunum og verður sendiherra þar,en einnig þessir mann eru á launum hvorteð er það ekki!!!!!
Haraldur Haraldsson, 31.7.2014 kl. 11:31
Prédikari og Birgir:
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn beyttu sér fyrir mjög óskynsamlegri einkavæðin gu ríkisbankanna og bera því stjórnmálalega, siðferðislega og samfélagslega ábyrgð sem þeir hafa aldrei viljað axla.
Eg hef auðvitað ekkert fyrir mér annað en skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í 9 bindum sem þið virðist ekkert hafa nennt að kynna ykkur en þykir þægilegra að gagnrýna þá sem taka skýrsluna alvarlega.
Haraldur:
Eg var ekkert að agnúast útí Árna Þór, hann lærði eitthvað í Rússlandi fremur en í gamla DDR sem nú virðist hafa verið endurvakið í Ísrael með öllum þeim mannréttindabrotum sem þar má lesa um í fréttum.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 31.7.2014 kl. 11:39
Já Birgir.
Hárrétt hjá þér. Það halda þetta margir þeir sem trúa lygamöntrunni sem flugfreyjan og jarðfræðineminn kenndu þeim trúgjörnu að söngla.
Stormskerið sagði á bloggsíðunni sinni og í moggagrein algera snilld :
„Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“
Svo er ein snilldin enn eftir Stormskerið sem ég má til með að rifja upp, en hann sagði þetta við að minnast andláts Hemma Gunn :
„Þar sem Hemmi var með ofurhressustu sprelligosum í bænum þá hélt maður að hann yrði alveg svakalega langlífur, en hláturinn lengir greinilega ekki lífið. Lengir kannski munninn meðan á hlátrinum stendur en ekki mikið meir. Kannski er bara best að vera alltaf í fýlu til að tryggja að maður verði eins langlífur og Jóhanna Sig. Mér skilst að hún sé frá bronsöld. Allavega ekki brosöld. Til eru manneskjur sem hafa orðið á annað hundrað ára gamlar og jafnvel eldri án þess að þeim hafi nokkurntíma stokkið bros á allri sinni gríðarlega löngu ævi. En nóg um Jóhönnu.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 11:45
Guðjón Sigþór.
Ekki tapa þér alveg í lygamöntrunni sem þér var kennd.
Hver var ástæðan þá fyrir hruni Glitnis, sem var búinn að vera einkabanki frá því 1947 ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 11:47
Snilldar pistill eftir Jónas: Sæluríki hanastélanna:
"Kosturinn við skipun Árna Þórs Sigurðssonar í embætti sendiherra er að losna við hann af þingi. Löngu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar var ljóst, að Árni Þór var þreyttur á hugsjónastússi. Hafði fundið lykt af peningum fyrir ekkert í sparisjóðasvindlinu, þegar hann seldi stofnfjárbréfin í Spron. Beið eftir þægilegri innivinnu hjá ríkinu með risnu og ferðum. Dæmigerður fjórflokks-þingmaður, sem er á þingi bara fyrir sjálfan sig. Loksins kom tækifærið. Ríkisstjórnin þurfti slæðu til að breiða yfir skipan Geirs og forðast reiði VG. Katrín mjálmar mildilega og Árni Þór smýgur inn í sæluríki hanastélanna."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.