12.12.2013 | 17:57
Fækkum þingmönnum
Fyrir hálfri öld voru þingmenn töluvert færri en þeir eru núna. Þá starfaði þingið aðeins nokkra mánuði ársins og var starfstími þingsins aðlagað hormónakerfi íslensku sauðkindarinnar. Þannig stóð þingið ekki lengur yfir en frá sláturtíð á haustin og fram undir tilhleypingatíma skömmu fyrir jól og frá mánaðarmótum jan./febr. og fram að sauðburði. Á vorin þurfti auk þess að stinga út úr fjárhúisunum, dytta að girðingum og setja niður kartöflur. Sumrin voru allt að því banntími þinghalds enda annir einna mestar til sveita en á árum áður voru flestir þingmenn bændur sem sumir voru embættismenn, sýslumenn, læknar og prestar. Seinna bættust kennarar við og örfáir verkamenn.
Áður fyrr voru alþingismenn á ígildi Dagsbrúnartaxta. Fengu þeir laun sín sem voru mjög í takt við launataxta verkamanna hjá Dagsbrún. Núna er Dagsbrún ekki lengur til og laun þingmanna eru orðin himinhá, margföld á við það sem venjulegt launafólk á við að venjast.
Það er því mjög í anda þess fyrirkomulags sem núverandi stjórnvöld vilja að færa sem flest til fyrri hátt. Við megum ekkji fá nýja stjórnarskrá en hugmyndum um nýja stjórnarskrá var sökkt niður á sextugt dýpi, gamall lögfræðiprófessor fenginn til að sjá um endurskoðun stjórnarskrárinnar en hann vill helst engu breyta. Við megum ekki ræða við vini okkar í Evrópusambandinu hvort þeir vilji aumkast yfir okkur og kippa okkur inn í gættina. Og við megum ekki fá ný náttúruverndarlög sem hafa nýmóðins úrræði til að koma lögum yfir lögbrjóta sem vilja aka utanvega. Allt á að vera eins og í þá gömlu góðu daga. Og hvers vegna ekki að aðlaga starfstíma Alþingis aftur að hormónastarfsemi sauðkindarinnar og greiða þóknun tilk þingmanna eins og fyrrum? Þá væri samræmi í sem flestu í samfélagi sem helst engu má breyta.
Fækkum þingmönnum og starfstímum þingsins. Það gæti fært okkur miljarða sparnað!
Samþykktu 5% viðbótarniðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.