Líkklæðin hafa enga vasa

Þegar einhver sem í meira en 60 ár hefur staðið í auðsöfnun og ávaxtað ríkulega sitt pund, þá er dauðinn sem smám saman blasir við. Hver var tilgangurinn með öllu þessu? Fylgir auðsöfnun einhver gleði? Einhver ánægja? Einhver fullnæging? Hvers virði er allur auðurinn þegar dauðinn nálgast? Og gildir einu hversu mikill auðurinn hann er!

Í þýskri tungu segir að líkklæðin hafi enga vasa. Og munu önnur tungumál heimsins hafa svipaða hugsun sem fram kemur í málsháttum, orðskviðum sem og jafnvel daglegu máli, það sem hverjum manni er tamt.

Já líkklæðin hafa enga vasa! Við getum ekki vænst þess að hafa verðmæti þessa heims með okkur í gröfin a og þess vegna til einhvers framhaldslífs sem þó margir óska sér og vænta.

Til hvers er þessi gegndarlausa auðsöfnun?  Er einhver praktískur tilgangur með henni? Og er einhver tilgangur með Frjálshyggjunni sem svo margir lofa og prísa og lofa að þeir séu tilbúnir að hefja heimskustu menn veraldar til að gerast boðberar hennar? Á að gera auðsafnendur að leiðtoga lífs okkar?

Fyrir mér er sósilaismi eina skynsamlega stefnan sem til er. Þar er stefnt að skipta gæðum og auði jarðar á sem jafnastan hátt. Af hverju að mismuna þegnum samfélagsins? Til þess að auðga þá sem nóg hafa fyrir og þrengja hag hinna sem minna mega sín?

Auðsöfnun er eins og hver önnur heimska og heimskuna er ekki unnt að lækna, - því miður! En samt eru allt of margir Íslendingar tilbúnir að velja þá í frjálsum kosningum sem mest vilja mismuna fólki! Eru Íslendingar með öllum mjalla?


mbl.is Ætlar að gefa 500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir kannski að þylja upp þennan pistil til þeirra bágstöddu sem taka við þessum 500 milljörðum! Eða til þeirra sem hafa notið góðs af þeim skatttekjum sem þessi maður hefur greitt um ævina, en það er ekki ólíklegt að sú fjárhæð sé enn hærri!

Þessir svokölluðu "auðssafnarar" eins og þú kallar þá eru líka þeir sem fjármagna beint eða óbeint allar tækniframfarir heimsins. Olav Thon gerir sér manna bestur grein fyrir þessu, enda vill hann að stærsti hlutinn af sínum styrk renni til rannsókna á raunvísindum, einkum í læknisfræði.

Líka ansi kaldhæðnislegt af þér að líta framhjá þessum hlutum á sama tíma og þú kallir frjálshyggjumenn heimska.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 00:26

2 identicon

Í mannkynssögunni er alltaf verið að reyna finna einhverskonar "vonda gæja" sem þarf að bylta. Fyrst vorum við hirðingjar, svo voru þeir hugrökku kostnir leiðtogar því þeir voru tilbeðnir fyrir hugrekki sitt og styrk. Það urðu kóngar að lokum.

Svo á tímum stórvelda nú fyrir um nokkrum þúsundum ára síðan einsog veldi alexanders mikla, persíúveldi ofl veldi í asíu sem dæmi. Þá urðu veldi þeirra svo stór að þau þurftu embættismenn eða gáfumenni til að sjá um veldið fyrir sig og voru í raun hinir raunverulegu stjórnendur á endanum.

Svo varð til þing einsog í Róm en þau voru reyndar ennþá með kóng nefnt sesar. Hið þurra gáfumannaveldi er t.d. birtingarmynd í harðræðisins á miðöldum kirkjuræðisins. Blómatímabil gáfumennana var svo hið svokallaða „Renaissance“ tímabil frá 1400-1600 og fram eftir. Þeir voru hinsvegar voðalega hrifnir af unaði og munaði og að kaupa sér glæsilega hluti og þannig varð viðskiptamannastéttinn rík og iðnbyltingin tók við.

Þannig fyrst var kóngurinn vondi gæjinn, honum var bylt af embættismönnum sínum fyrir embættisræði og nýttu sér völd kirkjunnar yfir fólkinu, fáræði, lýðveldi eða lýðræði, þó enn sé vottað fyrir kóngum/forsetum sem þó hafa oft minni völd undir lýðveldislögum/stjórnarskrám.

Svo voru það gáfumennirnir sem höfðu völdin, þá fór karl marx að tala um upprisu verkamannana því það þurfti vonda gæja en skilgreindi aldrei hvað ætti að koma eftir það.

Núna eru valdafólkið viðskiptamenn.

Í mörgum þingum er þetta samt ennþá ekki komið í það en að færast hraðar inn í að leiðtogar stjórnvalda eru að færast inn í hið svokallaða bissness-leadership einsog má sjá með t.d. sjálfstæðisflokknum og hagsmunum bænda í framsókn. Það sem er mjög slæmt er að fólk er ennþá fast í sósialiskum hugsunarhætti um að völd séu vond og peningar séu vondir. Þetta er sérstaklega algengt hjá sumum í millistétt. Þetta fólk situr heima og bölvar valdafólkinu og er fast í þessum hugsunarhætti. Í staðinn fyrir að standa upp og gera eitthvað bölva þau þeim sem að þora að standa upp og gera eitthvað. Þetta er merkilegt.

Þannig nú er fólk að bölva þessu að viðskipti séu að færast í pólitíska forystu. En það er hinsvegar frekar náttúruleg þróun. Það sem viðskiptaforusta hefur yfir kirkjulegu forystuna er sveigjanleiki og opinn hugur og það er það sem það hefur hann yfir þurra gáfumennina og kirkjuræðið. Þar sem viðskiptamaðurinn er mjög grænn fyrir öllu sem getur bætt viðskipti þá er hann nokkuð sveigjanlegur ef hann sér gott boð að þá stekkur hann á það. Svo má líta aðeins inn í framtíðina er líklegt að landamæri muni þurrkast út, heimurinn verður einsog ein lítil fjölskylda. Allt verður frekar local með hraðari samgöngum og win-win viðskipti milli landa munu minnka líkur á því að einhver vilji búa til ósætti eða stríð enda báðir með hagsmuni í húfi.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 19:23

3 identicon

Skemmtilegt sjónarhorn Sigurður og mikið er ég sammála þér!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband