Hugmynd á brauðfótum

Því miður eru Íslendingar mjög nýjungagjarnir. Allt of margir hlaupa upp milli handa og fóta og halda að nýtt gullævintýri sé upp runnið. En þegar betur er á botninn hvolft eru maðkar í mysunni:

Kínverskir fjarfestar halda að sér höndum uns þeir eru fullvissir að hagsmunir þeirra séu gulltryggðir. Þeir vilja flytja inn eigið vinnuafl, tryggja sér eignarrétt og frumkæðisrétt framfyrir þá sem fyrir eru. Þetta er líkt og þegar hvíti maðurinn sölsaði undir sig veiðilendur indíána í Ameríku.

Þetta þýska fyrirtæki Bremenport er einkennileg uppfinning nokkurra þýskra athafnamanna. Borgin Bremen er eins og mörg þýsk sveitarfélög nálægt því að vera í þeirri stöðu að geta ekki bætt við sig auknum skuldum. Þeim er ekki heimilt að fjárfesta. Bremen stendur nefnilega ekki allt of vel fjárhagslega sem þeir sem vilja kynna sér þetta betur ættu að gera. Og þýskum sveitarfélögum er ekki heimilt að stunda áhættufjárfestingar eins og þessi hugmynd um Finnafjarðarhöfn. Líkt og Reykjavíkurborg og syðstu nágrannasveitarfélögin á Vesturlandi sem reka Faxaflóahafnir, þá er það Bremenport sem rekur höfnina í Bremenhafen. En sennilega er Faxaflóahöfnum betur stjórnað en Bremenport, þar er kappkostað að gæta hófs og forðast mikla áhættu. 

Mér þætti ekki ósennilegt að þessar hugmyndir um höfn í Finnafirði séu eins óraunhæfar eins og að byggja höfn einhvers annars staðar. Forsendan er að flytja þangað þúsundir fólks til að sinna þeim störfum sem þar kunna að myndast. Kannski að hugmynd Kínverja sé að flytja þorra Reykvíkinga þangað norður í þetta krummaskuð ef þeir fá ekki nægar undirtektir hjá löndum sínum að flytjast þangað.  

 


mbl.is Viðlegukantur hafnarinnar yrði 5 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband