Mismunandi hugur

Einkennileg viðbrögð við að rukka aukalykla á staðnum, lyklar sem e.t.v. aldrei hafa verið notaðir. Þetta hefði mátt leiðrétta á mun diplómatískri hátt. Hver vissi um aukalyklana í veski fráfarandi ráðherra?

Greinilegur er mismunandi hugur við yfirtöku valda nú og fyrir rúmum 4 árum. Í febrúar 2009 var beygur í hugum þeirra sem tóku við völdum enda var verkefnið mjög erfitt og að sama skapi vandasamt.

Nú horfir öðru vísi við. Sigmundur Davíð hefur undirbúið valdatöku sína og sinna liðsmanna mjög vandlega. Öll þess 4 ár var reynt að flækjast sem mest fyrir ríkisstjórn Jóhönnu og henni gert sem erfiðast fyrir. Nú þegar tekist hefur að sigla „Þjóðarskútunni“ á lygnari sjó, telur Sigmundur tíma sinn kominn. Og nú er hugarfarið allt annað: Nú getum við tekið við stjórninni!

Sjálfsagt er að veita þessari nýju stjórn tíma til að sýna hvað hún getur. Kosningaloforðin voru ansi brött, líklega ekki sérlega raunsæ þar sem sækja verður gríðarlegt fé í hendur braskara. Þess má geta að báðir formenn stjórnarflokkanna tengjast braski á einn og annan hátt. Það eru einkennilegir tímar framundan. Kannski ekki aðeins bröttustu kosningaloforðin heldur einnig stærstu loforðasvik sögunnar, allt til þess gert að komast yfir völdin.

 


mbl.is Rukkuð um aukalyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú frekar skrýtin athugasemd miðað við frásögnina. Í fréttinni segir að bílstjórinn, það er ráðherrabílstjórinn, hafi minnt fyrrverandi ráðherra á aukalyklana þegar hún var á leið út úr dyrunum. Sem sagt samviskusamur opinber starfsmaður að vinna sitt starf. (Hvenær átti bílstjórinn að afhenda nýjum ráðherra aukalyklana?) Einnig umhverfisvænt að koma í veg fyrir auka eldsneytiseyðandi ferðir og líka tímasparandi. Enda lofaði Svandís Skúla mjög.

Björn (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 13:19

2 identicon

Skil ekki hvað er athugavert að biðja viðkomandi að skila lyklum sem hún á ekki að hafa lengur ?

Vá, hvað þið vinstri menn eruð brothættir þessa dagana...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 21:19

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað á að gefa þessari nýju Ríkisstjórn einhvern tíma að koma af stað því sem þau lofuðu í kosningabaráttuni.

Nú er kosningum lokið og kominn tími til að huga að loforðunum, spurningin er; hversu lengi eiga kjósendur að bíða eftir að sjá aðgerðir í að framkvæma kosningarloforðin?

Ég held að ef ekkert er farið að bóla á að kosningarloforðin verði efnd 31. desember 2013, þá sé kominn tími til að minna þessa háu herra hverju þeir lofuðu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 25.5.2013 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband