Er áróður Framsóknarflokksins fyrir heimsskingja?

Í nýjustu skoðanakönnuninni kemur fram að eftir því sem menntun er minni er meiri líkur á að viðkomandi kjósi Framsóknarflokkinn sinn! Gunnar Bragi er samkvæmur þessu enda gengur svona della vel í lítt menntað fólk.

Álykta má af þessari skoðanakönnun að eftir því sem kjósandinn er heimskari eru meiri líkur á að hann velji Framsóknarflokksinn og falli fyrir ódýrum áróðri og málflutningi hans.

Enn ein staðfestingin er komin fram að við ættum að biðja guðina að forða oss frá Framsóknarflokknum.

Áróður hans er eins einfaldurog unnt er enda honum ætlað að fiska atkvæði þeirra sem ekki leggja mikið á sig að velja stjórnmálaflokk eftir vanlega íhugun.

Góðar stundir en án Framsóknarflokksins.


mbl.is „Skrípaleikur“ ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eru það heimskingjar sem velja sér annan farveg í genum lífið, en að fara í langskólanám?

Ertu ekki kominn út á hálan ís í hroka?

Birtu könnunina og skoaðu hvort það er ekki einmitt fólkið sem velur að taka til hendinni, svo aðrir geti farið í langskólanám.

Eru það ekki þessir einstaklingar sem standa m.a. að því að það er hægt að reka háskóla á Íslandi?

það er pláss fyrir vinnandi fólk í Framsóknarflokknum, enda sækir hann fylgi sitt ríkulega af lansdbyggðinni, en þar er fólkið sem vinnur. Það er líka pláss fyrir hina.

Benedikt V. Warén, 18.3.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru það ekki allir sem taka þátt í þjóðfélagsrekstrinum Benedikt?

Könnunin tók til menntunar þeirra sem völdu hina mismunandi stjórnmálaflokka. Eigi er eg að gera annað en að draga ályktun og lærdóm af þessu. Niðurstaðan er sú að svo virðist sem þeir sem aðhyllast Framsóknarflokkinn hafi minnstu menntunina. Og þegar yfirlýsingar forystusauða flokksins eru skoðaðar þá blasir við stórkarlalegar yfirlýsingar um gull og græna skóga sem ekki er unnt að framfylgja. Þarna er það sem skilur milli þeirra auðtrúa og menntunarlitlu og þeirra sem sjá gegnum þetta glamur og hafa væntanlega meiri menntun en kjósendur Framsóknarflokksins.

Það er því alveg vitaóþarfi að skilja þetta öðru vísi en staðreyndirnar tala.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2013 kl. 19:20

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvaða menntun hefur Jóhanna Sigurðardóttir?

"Álykta má af þessari skoðanakönnun að eftir því sem kjósandinn er heimskari eru meiri líkur á að hann velji Framsóknarflokksinn og falli fyrir ódýrum áróðri og málflutningi hans."

Veit ekki betur en þorri þjóðarinnar hafi fallið fyrir áróðri SF "aðeins að kíkja í pakkana".  Er það ef til vill þeir langskólagengnu sem hafa þekkinguna í að blekkja og svíkja fólk?  Hefur þú pælt í því?

Þurfa menn endilega að vera heimskir þó þeir séu ekki langskólagengnir?  Bjarnfreðason hafði fimm háskólagráður, - fimm háskólagráður.  Bjarnfreðason á sínar fyrirmyndir í samfélaginu. 

Láttu svo af þessum menntahroka þínum, hann fer þér mjög ílla.

Benedikt V. Warén, 18.3.2013 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband