Skynsamlegir flutningar

Mikil afglöp voru á sínum tíma að draga úr og jafnvel leggja niður strandsiglingar. Þær geta staðið vel undir kotnaði séu þær skipulagðar vandlega og kappkostað að hafa nægan flutning í ferðum.

Að sama skapi voru það mikil yfirsjón að draga þessa þungaflutninga inn í þjóðvegakerfið sem segja má að sé víða nánast ónýtt vegna þess hve viðhald þjóðvega er víða ábótavant.

Alla 20. öldina var lögð áhersla að byggja upp hafnir víða um land. Með afnámi strandflutninga varð nánast hrun í tekjum margra hafnarsjóða sem sveitarstjórnir sátu uppi með skellinn. Nú er loksins að hylla undir nýja stefnu enda ættu strandflutningar að vera mun hagkvæmari en þungaflutningar á þjóðvegum landsins þar sem yfirleitt er flutningur aðeins aðra leiðina.

Þá fá frystihúsin og geymslu úti á landi aukið vægi enda veitir ekki af að efla byggðir landsins.

Góðar stundir.


mbl.is Fyrsta gámaskipið í tæp 13 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fyrir mína parta er þetta afturför. Er eitthvað sem segir að vegakerfið verði lagað að þungaflutningum eftir að þessum siglingum er komið á? Getur verið að það sé hagkvæmt að sigla til Hornafjarðar með vörur og sækja vörur ef um er að ræða 1 - 2 gámaeiningar? Hér áður fyrr var siglt framhjá höfnum ef ákveðnum fjölda gáma var ekki náð og þeim keyrt á næstu höfn, eða þarnæstu eða þarþarnæstu osfrv.

Held að þetta sé alger tímaskekkja og þeim peningum sem við skattgreiðendur látum af hendi í þetta dæmi sé betur varið í vegakerfið.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.3.2013 kl. 19:48

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef byggja þarf upp vegakerfið varanlega með þungaflutninga í huga þarf að leggja meiri áherslu á burðarlagið. Lykilatriðið er nægjanlega hart grjót sem ekki er til á Íslandi nema staðbundið og ekki í of miklu magni. Það er því tómt mál fyrir 300.000 manna þjóð að geta haft bolmagn að byggja upp slíkt varanlegt vegakerfi.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2013 kl. 18:22

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Það má vel vera en ef við skoðum aðeins hvað Danir gera þá malbika þeir ekki vegna slitlagsins heldur vegna vöntunar á burði í vegina. Það er alveg hægt að leysa þetta burðarvandamál, víst er það dýrara en ending veganna vegur eflaust þar upp á móti.

Ég get ekki skilið þig öðruvísi en að við gætum alveg eins sagt að það taki því ekki að laga vegi á Íslandi, þeir séu hvort eð er ónýtir... En þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að almúginn mun ekki flytja neitt með skipi, hvorki þvottavél, rúm eða grill. Kaupmaðurinn mun ekki gera það heldur, líftími ferskrar vöru í hillunni skerðist með tilheyrandi tapi fyrir hann.

Ferskur fiskur fer á skjótastann hátt á milli kaupanda og seljanda, þar er hver dagur dýrmætur.

Það sem eftir er er frosinn fiskur og dilkar.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.3.2013 kl. 22:15

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Melar hafa þokkalegt burðarþol svo framarlega sem hlutfall lífrænna efna sé í lágmarki. Við verðum að athuga að yfirborð vega frýs og þiðnar um það bil 500 sinnum á ári. Óvíða þekkist annað eins! Þetta kallar á vandaðra burðarlag.

Annars skil eg aldrei þá áráttu að fara að tala um allt aðra hluti.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2013 kl. 11:20

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvaða aðra hluti?

Þú segir beint að við höfum ekki efni á því að búa til vegi af því að það sé ekki til grjót í þá. Það er ekkert grjót heldur til í þá í Danmörku, var einfaldlega að benda á þá staðreynd og það að helstu flutningar sem munu fara fram á sjó eru vörur þar sem viðtakanda er sama hvort þær koma eftir 3 eða 7 daga.

Hvað vill hinn almenni borgari gera? Hefur einhver verið spurður að því?

Sindri Karl Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eftir því sem hitastigið sveiflar oftar um frostmarkið, þess meiri er hreyfingin á yfirborði vegarins og efstu lögunum. Vegurinn spryngur meira með þeim afleiðingum að yfirborðið opnast og vatn seytlar inn og frýs í frosti. Þetta gerir vegagerðina mjög erfiða og því með ekki sambærilegt við aðatæður í Danmörku þar sem frýs og þiðnar kannski 200 sinnum á ári miðað við 500 sinnum hjá okkur.

Til að leggja vandaðan veg fyrir þungaumferð þarf að vanda mun betur til burðarlagsins en hér er grjótið ekki jógu hart til þess. Það er að vísu til gabbró, granófýr í Eystra-Horni en það myndi enginn heilvita maður vilja flytja mikið magn af því um langan veg.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2013 kl. 11:26

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég man ekki betur en að Danir flytji stóran hluta af sínu vegagrjóti inn með skipum. Þori nú ekki að sverja fyrir hvaðan en í minninu þá var Grænland eitt af þeim löndum. Það er lítið mál að flytja grjót frá Hornafirði með skipi. Man ekki betur en verið væri að taka perlumöl úr sjávarkambi þarna í nágrenninu, til útflutnings.

Varðandi hitaþensluna þá er ekkert nýtt við hana, það eingöngu undirstrikar það að vegirnir þurfa að vera vel gerðir frá fyrstu hendi.

Það sem ég óttast í þessu að verið sé að færa vegakerfið langt aftur í tímann. Fjármunir sem nýta á til vegagerðar fara nú í að greiða niður strandsiglingar, hlutur sem er afleiðing ónýtra vega.

Sindri Karl Sigurðsson, 24.3.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband