Njósnir erlendra aðila?

Þetta FBI mál er vægast sagt mjög einkennilegt. Fullyrt er að þeir hafi komið hingað til að bjóðast til að rannsaka hugsanlega meinta árás tölvuhakkara á tölvukerfi Stjórnarráðsins en tilgangurinn reynist vera fyrst og fremst að yfirheyra ungan mann sem e.t.v. tengist Wikileaks.

Fyrir rúmum 60 árum rannsakaði FBI meint undanskot Halldórs Laxness frá skattgreiðslum á Íslandi. Þessi skjöl sem tengjast útgáfu á Sjálfstæðu fólki í BNA rétt eftir stríð hafa aldrei verið gerð opinber. Ef þessi skjöl eru fremur saklaus, hvers vegna hafa fræðimenn ekki aðgang að þeim? Og sama má segja um ef efni þeirra séu e-ð alvarlegri. Getur verið að þessi rannsókn sé jafnvandræðaleg og nú kemur upp?

Ljóst er að íslensk yfirvöld vildu gjarnan að FBI kannaði umsvif Halldórs Laxness þar vestra.

Kannski að Wikileaks gæti haft upp á þessum skjölum með sínum samböndum?

Mér þykir Ögmundur ráðherra hafa tekið hárrétta ákvörðun í þessu máli. FBI á ekkert erindi hingað hvorki undir yfirskyni annars rannsóknarefnis.

Við verðum að sporna gegn hnýsni og njósnum erlendra aðila hvort sem þeir eru bandarískir, rússneskir, kínverskir eða af öðru þjóðerni. Það er mjög óeðlilegt að hér séu fjölmennar sendisveitir í einu fámennasta landi Evrópu!

Góðar stundir.


mbl.is Óskýrt hverjir áttu að fylgjast með FBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæll Guðjón.

Ungi maðurinn gaf sig fram við sendiráð BNA sem gerir þetta að máli utanríkisþjónustu BNA (sendiráð BNA er BNA grund) og ef að yfirheyslur hafa farið fram þar er það ekki mál Íslands.

Ef að rannsóknin er stöðvuð án þess að henni sé haldið áfram að íslenskum aðilum er um grófa þöggun að ræða og málið þá að taka undarlega stefnu.

Við höfum reyndar örugglega ekki heyrt það síðasta af málinu né verið upplýst um málavöxtu. Leyndarhyggjan og áróðurinn er að kaffæra þetta mál og gera það vægast sagt torráðið.

Óskar Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 10:49

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi veit eg neitt um þetta heldur. En mér finnst umsvif erlendra sendiráða hér alltaf hafa verið einkennileg ef ekki tortryggileg. Hvað er verið að aðhafast í landi þar sem íbúatalan er innan við þriðjung úr milljón?

Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242968

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband