Lán eru oft ígildi hengingaróla

Í Bolungarvík búa nálægt 900 manns. Nú er tekið lán upp á 55 milljónir til að endurgreiða eldri lán, að vísu með hagstæðum vöxtum, tæp 3% sem ekki telst mikið. En þetta er tiltölulega há fjárhæð fyrir fáa íbúa þar sem atvinna er ekki alltaf næg.

Vandræðagangur í atvinnumálum margra útgerðarsveitarfélaga var vegna kvótabrasksins. Þá opnaðist möguleiki fyrir þá sem fengu úthlutaða kvóta að gera hann að féþúfu og fara burt með fjármunina.

Þetta var kórvilla sem verður fyrst og fremst að skrifast á yfirsjónarreikning Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fyrst var heimilt að veðsetja kvótann rétt eins og áður tíðkaðist að veðsetja væntanlegan afla. Þetta var „þjóðaríþrótt“ útgerðarmanna sem oft bárust mikið á í einkalífi en útgerðin að jafnaði rekin eins og nokkurs konar hreppsómagi. Skuldir útgerðarinnar hafa ætíð verið miklar og útgerðarmenn báru sig að jafnaði afarilla, gáfu út tímarit og „grenjuðu“ eftir gengisfellingum sem hækkaði afurðaverð en lækkaði skuldirnar í bönkunum.

Skuldir verða ekki lengur látnar hverfa með gengisfellingum eins og áður var og því getur orðið erfitt fyrir fámenn sveitarfélög að standa undir skuldaklyfjunum þegar kvóti hefur verið seldur úr byggðarlagi. Nú hefur Atvinnuvegaráðuneytið veitt Bolvíkingum sérstakan byggðarkvóta, sbr.http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/byggdakvoti/Bolungarvikurkaupstadur-12-nov-2012.pdf

Vonandi gengur það eftir að fámenn sveitarfélög nái að krafsa í skuldabakkann. Best og affarasælast er að skulda ekki nein um neitt eins og var lífspeki Bjarts í Sumarhúsum uns þingmaðurinn Ingólfur Arnarson taldi honum trú um að stækka og auka búskapinn, byggja og taka lán. Svo hrundi allt þegar afurðaverð féll og Bjartur gat ekki staðið lengur í skilum.

Þingmenn geta verið mörgum sveitungum sínum dýrir, já meira að segja rándýrir.

Góðar stundir!


mbl.is Bolungarvík tekur 55 milljóna króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband