Handa- bandamenn og af Bandamanna sögu hinni nýju

Líklega er Gylfi Arnbjörnsson núverandi forseti ASÍ einn dýrmætasti hvalreki sem rekið hefur á fjörur atvinnurekendavaldsins lengi. Nú eru þessir tveir fyrrum andstæðingar allt í einu orðnir n.k. bandamenn. Alla vega eru þeir handabandamenn ef marka má meðfylgjandi mynd.

Spurning hvort ekki sé þörf á að færð verði í letur „Bandamanna saga hin nýja“?

Afburða rithöfundar á borð við Einar Kárason eða Yrsu Sigurðardóttur ættu ekki að eiga í vandræðum með það verkefni. 

Hin gamla Bandamanna saga  segir frá undirferlum og mútum þar sem fé er borið í dómara á Þingvöllum. Þar er sögð mikil saga af miður góðum eiginleikum manna sem vilja hafa öll ráð í hendi sér.

Mynd þessi af þeim Gylfa og Vilhjálmi verðu ábyggilega söguleg. Þarna eru þeir að innsigla „hetjudáðina“ miklu sem fólgin er í þeim kafla sögunnar þegar þeir saman lögðu ráðin að enn ein atlagan gegn ríkisstjórninni var gerð. En ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er eins og kletturinn í hafinu. Þó ein og ein bára skvettist yfir Stjórnarráðið öðru hverju fer fjarri að á þeim bæ gefist menn upp á svona smáræðis gutli. Ríkisstjórnin á sér sennilega fleiri líf en níu líf kattarins. Það hefur jú tekist furðulega að smala köttum þó margir virðast hafa eiginn vilja og sumir reynst nokkuð villtir.

Góðar stundir.


mbl.is „Það er allt stopp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband