17.12.2012 | 18:50
Vonandi verður dómurinn ekki banabiti bakarísins
Mál þetta á sér nokkuð langan aðdraganda. Árið 1982 er undirritaður leigusamningur bakarísins við þáverandi húseiganda. Í bankahruninu missir sá eigandi húseignina og Íslandsbanki yfirtekur og selur Mótamönnum sem aftur afsalar B13 ehf eignina.
Þegar B13 ehf er slegið upp þá kemur sitthvað forvitnilegt í ljós.
Frábært tækifæri segir í fyrirsögn að frétt Í Morgunblaðinu frá 2005 um nokkra íslenska námsmenn sem lögðu á sig þá fyrirhöfn að fara alla leið austur til Kína, kannski til að læra brask og koma ár sinni betur fyrir borð og sér áfram. Slóðin er: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1018302/
Á heimasíðu ríkisskattstjóra kemur í ljós að sá sem er að baki forretningu þessari heitir Guðmundur Már Ástþórsson og er fyrirtækið í Þúfuseli 2 í Reykjavík. Svo er að skilja að Guðmundur hafi skilað skilvíslega ársreikningum sem ber að lofa en töluverður misbrestur er á slíku.
Þegar ungir fjárfestar taka við eignum vilja þeir hámarka gróðann og leggja sig fram að gera allt til að hafa sem mestan hagnað. Það er eðlilegt í alla staði en viðskiptavinir Berhöftsbakarís sem er sennilega elsta starfandi bakarí landsins hafa lengi keypt brauð og bakkelsi. Var bakaríið lengi neðst í Bakarabrekkunni gegnt Stjórnarráðinu. Brekkan var síðar nefnd Bankastræti eftir að Landsbankanum var komið á fót 1886. Var bankinn til húsa í steinhúsi næst ofan við Stjórnarráðshúsið. Sú bygging var reist 1882, árið eftir að Alþingishúsið var reist, einnig úr tilhöggnu grjóti. Var þar prentsmiðja í eigu Sigmundar Guðmundssonar en síðar Sigurðar Kristjánssonar sem var mjög þekktur fyrir bóksölu, einkum varð útgáfa hans á Íslendingasögunum fyrir alþýðu einna þekktust. En 1886 var Landsbanknum komið á fót og var í húsinu fram undir aldamótiun uns bankahúsið var byggt á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Bankinn brann 1915 með nánast öllu sem í honum var.
Gamla Bernhöftsbakarí var mjög lengi í sama húsi og nú er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Frá því um miðja 20. öldina var bakaríið flutt og var húsið lengi í mikillri vanhirðu. Lengi stóð dauðadómur þess yfir en eftir hugmyndum stóð til að rífa hvert einasta hús á þessum slóðum og byggja gríðarlega stóra steinsteypubyggingu fyrir Stjórnarráðið. Voru þær hugmyndir mjög umdeildar ásamt því að til stóð að framlengja Grettisgötuna til vesturs, rífa gamla Hegningarhúsið og fleiri hús. Þá stóð lengi til að framlengja Suðurgötu til norðurs gegnum Grjótaþorpið sem er enn í dag eins og lítið sýnishorn af gömlu Reykjavík. Torfusamtökin urðu til fyrir um 40 árum og gjörbreyttu þessum hugmyndum.
Þar sem Bernhöftsbakarí er núna, Bergstaðastræti 13, stóð frá 1883 steinhús sem nefnt var Brenna. Það var reist af bræðrunum Jónasi og Magnúsi Guðbrandssonum og bjó Jónas lengi þar ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans hét Guðríður og áttu þau tvö börn: 1. Ragnheiði sem giftist Árna J'onssyni frá Múla, föður þeirra Jóns Múla útvarpsþuls m.m. og Jónasar þingmanns og rithöfundar. 2. Helgi sem kenndi sig við húsið og var mikill íþróttamaður og ferðagarpur, lengi í forystusveit Ferðafélags Íslands sem er stofnað 1927. Sagt er að Helgi hafi verið trúlofaður lengst allra Reykvíkinga eða í hálfa öld.
Brenna var rifin um 1960 en núverandi steinhús byggt þar 1971. Sennilegt er að bakaríið hafi verið þarna í hagstæðu leiguhúsnæði. Það veitti viðskiptavinum sínum góða þjónustu á sanngjörnu verði.
Sögulegan fróðleik var m.a. sóttur í rit Páls Líndals og fleiri: Reykjavík: sögustaður við Sund. Mjög traust og gott rit um sögu Reykjavíkur.
Góðar stundir.
Bernhöftsbakarí borið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2012 kl. 18:02 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ekki þessa færslu.
Hvað áttu við með þessari setningu:
Það er eðlilegt í alla staði en viðskiptavinir Berhöftsbakarís sem er sennilega elsta starfandi bakarí landsins.
Edda (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 07:48
Sæl Edda
Eins og þessi færsla var upphaflega orðuð þá mátti skilja setninguna á ýmsan hátt. Nú hefi eg litið á alla færsluna og endurritað hana og bætt vonandi.
Þakka þér fyrir ábendinguna.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 18.12.2012 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.