Ræðugleðin mikla

Ein megineinkenni þingstarfa eru allt að því endalaus ræðuhöld um nánast ekkert neitt. Sum mál eru vægast sagt kjöftuð í hel, oft með sífelldum endurtekningum. Spurning er hvort sumir þingmenn séu oft með gamlar ræður sem „endurtekið efni“ eins og það nefnist í Ríkisútvarpinu. Málþóf er einn meginlöstur í þinginu og ekki neinum til framdráttar.

Getur verið að þessi störf í þinginu séu svo leiðinleg að þingmenn kappkosti að gera starfið enn leiðinlegra?

Ein stutt ræða, vel upp byggð og vönduð er áhrifaríkari en þúsundir langlokna sem því miður virðist vera tíska nútímans. Svo er verkstjórninni kennt um, rétt eins og lati og klaufski ræðarinn sem kennir árinni um mistök sín og afglöp.

Má benda á ræður Þráins Bertelssonar. Hann kemur sárasjaldan í ræðupúlt þingsins en ræður hans eru ískaldar af húmor og „skemmtilegheitum“, kryddi sem er vandmeðfarið en þegar vel er vandað þá hittir ábendingin beint í mark!

Pétur Blöndal hefur oftast verið málefnalegri í þinginu. Stundum leggur hann fram mjög skynsamleg mál en því miður oft of flókin fyrir venjulegt fólk að skilja. Þannig voru framlagðar tillögur hans á lagabreytingum um hlutafélög. Pétur vildi auka „gegnsæi“ í stjórn hlutafélaga og tryggja hag litlu hluthafanna sem í hruninu var fyrir borð borinn. Þar hefði verið eiginlega nóg að breyta 6. gr. og setja þar inn ákvæði um takmörkun atkvæðaréttar á hluthafafundum. Setja tvö mjög einföld skilyrði: að hlutur beri atkvæðisrétt hafi hlutafé raunverulega verið greitt inn í félagið. Og að hlutafé hafi ekki verið veðsett. Óeðlilegt er að uppivöðslusamir braskarar bjóði öðrum hnefaréttinn með því að koma með himinhátt hlutafé sem aldrei hefur verið greitt til félagsins. Á þetta reyndi varðandi 50 milljarða hlut þeirra Bakkabræðra og ekki ein einasta króna var greidd inn í félagið! Nú hefur verið ákært í því máli og dóms væntanlega að vænta síðar í vetur.

Hugmyndir um nýtt fyrirkomulag sem lúta að því að þingmál séu fyrst lögð fyrir þingnefnd og það sé þingnefndin sem verður formlegur aðili að framlagninu lagafrumvarpa er allra athyglisverð. Með því fyrirkomulagi er verið að draga úr þessu voðalega „stríðsástandi“ sem virðist landlægt í þinginu. Ef þingnefndin kemst að samkomulagi um lagafrumvarp, þá er verið að „slípa“ orðalag og innihald betur að sjónarmiðum stjórnarandstöðu sem leggur oft mikla áherslu á gagnrýni og koma í veg fyrir að lagafrumvarp fari gegnum þingið. Umræður verða eðlilega meiri í þingnefndum sem þurfa þá að hafa betri aðgang að góðu starfsliði og sérfræðingum.

Þessi hugmynd er allra gjalda verð sem vonandi verður til að bæta það mikilvæga starf sem fram fer í þinginu.

Góðar stundir!


mbl.is Samþykkt að þingfundur geti staðið lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband