Brattir nýtingarmenn

Í Evrópu ríkir mikil efnahagslægð. Í Bandaríkjunum reyndar það sama þar sem hergagnaiðnaðurinn heldur efnahagslífinu uppi með geigvænlegri sóun orku og hráefna.

Við Íslendingar höfum virkjað gríðarlega mikið. Orkufyrirtækin hafa spennt bogann um of og tekjur af orkusölu til stóriðjunnar eru í járnum að standi undir afborgunum og vöxtum af framkvæmdalánum.

Í Bandaríkjunum er hafin umræða um endurnýtingu með hliðsjón af góðri reynslu í Evrópu. Þar eru menn byrjaðir að halda til haga einnota drykkjarumbúðum úr áli. Ljóst er að ef Bandaríkjamenn halda áfram á þessari braut að endurnýta ál þá bætir það nýtni á orku en talið er að einungis 5% raforku þurfi til að endurbræða ál mðað við vinnslu úr Al2O3.

Þá er spurning hvenær upp rennur hjá Bandaríkjunum að þessi stefna með hergagnaiðnaðinn er mjög slæm blindgata sem menn verða að finna leið út úr. Þegar svo er komið, þá verður álvinnsla fjarri markaði smám saman úr sögunni.

Brattir nýtingarmenn virðast vera slegnir blindu að álmarkaðurinn sé endalaus og að hér verði unnt að framleiða sífellt meira rafmagn fyrir áliðnaðinn. Að flytja hráefni hingað er mikil orkusóun þannig að grunur liggur að eitthvað liggi að baki. Er mögulegt að þingmenn láti múta sér að fylgja þessari braut?

Í öllum löndum Efnahagssambandsins verður sá aðili sem hyggur á mengandi starfsemi að útvega sér mengunarkvóta, oft með miklum tilkostnaði. Hér hafa stóriðjumenn fengið slíkt gefins. Framleiðsla á áli hér á landi er nálægt 1 milljón tonna af áli. Miðað við þumalputtaregluna fellur til mengun sem nemur um tvöföldu því magni eða jafngildi 2 milljóna tonna af CO2. Skóglendi sem er um 25 ára eða eldra, getur bundið um það bil 5-7 tonn á hektara. Það þarf því um 300.000-400.000 hektara af skógi til að binda þessi 2 milljónir tonna af CO2 og hliðstæðum eiturefnum. Nú er um 1% landsins klætt skógi, aðallega lágvöxnu birkikjarri sem bindur kannski 2-4 tonn á hektara. Nýskógar á Íslandi eru einungis um 40.000 hektarar sem hafa með mikillri bjartsýni verið ræktaðir í meira en 100 ár. Með öðrum orðum geta skógarnir á Íslandi bundið rétt tæplega 10% af eiturgufunum úr þessum 3 álverum sem nú menga íslenska náttúru.

Að vísu fer töluverð binding fram í sjónum gegnum lífverur sjávarins.

Náttúran er viðkvæm og það er því nauðsynlegt að allir landsmenn fari varlega. Þessi gríðarlegi áhugi fyrir enn meiri álveradýrkun er varhugaverður enda sitthvað sem bendir til að brátt sjái fyrir endann á sívaxandi þörf fyrir nýjum álverum. Endurnýting mun að miklu leyti draga úr þörfinni og þegar hernaðarbrjálæðið lyppastsaman verður enn minni þörf.

Góðar stundir en án fleiri álbræðslna!


mbl.is 11 breytingartillögur við rammann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Brattir nýtingarmenn virðast vera slegnir blindu að álmarkaðurinn sé endalaus og að hér verði unnt að framleiða sífellt meira rafmagn fyrir áliðnaðinn. Að flytja hráefni hingað er mikil orkusóun þannig að grunur liggur að eitthvað liggi að baki. Er mögulegt að þingmenn láti múta sér að fylgja þessari braut?

já örugglega og úr öllum flokkum

Magnús Ágústsson, 16.12.2012 kl. 14:38

2 identicon

Af hverju þarf að búa til áldósir? Gosdrykkir í áldósum eru vondir, það er eitthvað álbragð sem kemur í drykkina úr dósunum. Geta gosdrykkir ekki verið í plastdósum? Berjumst fyrir því og burt með álverksmiðjurnar. Þær eru blindgata.

Bjarni Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband