16.12.2012 | 12:30
Brattir nýtingarmenn
Í Evrópu ríkir mikil efnahagslægð. Í Bandaríkjunum reyndar það sama þar sem hergagnaiðnaðurinn heldur efnahagslífinu uppi með geigvænlegri sóun orku og hráefna.
Við Íslendingar höfum virkjað gríðarlega mikið. Orkufyrirtækin hafa spennt bogann um of og tekjur af orkusölu til stóriðjunnar eru í járnum að standi undir afborgunum og vöxtum af framkvæmdalánum.
Í Bandaríkjunum er hafin umræða um endurnýtingu með hliðsjón af góðri reynslu í Evrópu. Þar eru menn byrjaðir að halda til haga einnota drykkjarumbúðum úr áli. Ljóst er að ef Bandaríkjamenn halda áfram á þessari braut að endurnýta ál þá bætir það nýtni á orku en talið er að einungis 5% raforku þurfi til að endurbræða ál mðað við vinnslu úr Al2O3.
Þá er spurning hvenær upp rennur hjá Bandaríkjunum að þessi stefna með hergagnaiðnaðinn er mjög slæm blindgata sem menn verða að finna leið út úr. Þegar svo er komið, þá verður álvinnsla fjarri markaði smám saman úr sögunni.
Brattir nýtingarmenn virðast vera slegnir blindu að álmarkaðurinn sé endalaus og að hér verði unnt að framleiða sífellt meira rafmagn fyrir áliðnaðinn. Að flytja hráefni hingað er mikil orkusóun þannig að grunur liggur að eitthvað liggi að baki. Er mögulegt að þingmenn láti múta sér að fylgja þessari braut?
Í öllum löndum Efnahagssambandsins verður sá aðili sem hyggur á mengandi starfsemi að útvega sér mengunarkvóta, oft með miklum tilkostnaði. Hér hafa stóriðjumenn fengið slíkt gefins. Framleiðsla á áli hér á landi er nálægt 1 milljón tonna af áli. Miðað við þumalputtaregluna fellur til mengun sem nemur um tvöföldu því magni eða jafngildi 2 milljóna tonna af CO2. Skóglendi sem er um 25 ára eða eldra, getur bundið um það bil 5-7 tonn á hektara. Það þarf því um 300.000-400.000 hektara af skógi til að binda þessi 2 milljónir tonna af CO2 og hliðstæðum eiturefnum. Nú er um 1% landsins klætt skógi, aðallega lágvöxnu birkikjarri sem bindur kannski 2-4 tonn á hektara. Nýskógar á Íslandi eru einungis um 40.000 hektarar sem hafa með mikillri bjartsýni verið ræktaðir í meira en 100 ár. Með öðrum orðum geta skógarnir á Íslandi bundið rétt tæplega 10% af eiturgufunum úr þessum 3 álverum sem nú menga íslenska náttúru.
Að vísu fer töluverð binding fram í sjónum gegnum lífverur sjávarins.
Náttúran er viðkvæm og það er því nauðsynlegt að allir landsmenn fari varlega. Þessi gríðarlegi áhugi fyrir enn meiri álveradýrkun er varhugaverður enda sitthvað sem bendir til að brátt sjái fyrir endann á sívaxandi þörf fyrir nýjum álverum. Endurnýting mun að miklu leyti draga úr þörfinni og þegar hernaðarbrjálæðið lyppastsaman verður enn minni þörf.
Góðar stundir en án fleiri álbræðslna!
11 breytingartillögur við rammann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brattir nýtingarmenn virðast vera slegnir blindu að álmarkaðurinn sé endalaus og að hér verði unnt að framleiða sífellt meira rafmagn fyrir áliðnaðinn. Að flytja hráefni hingað er mikil orkusóun þannig að grunur liggur að eitthvað liggi að baki. Er mögulegt að þingmenn láti múta sér að fylgja þessari braut?
já örugglega og úr öllum flokkum
Magnús Ágústsson, 16.12.2012 kl. 14:38
Af hverju þarf að búa til áldósir? Gosdrykkir í áldósum eru vondir, það er eitthvað álbragð sem kemur í drykkina úr dósunum. Geta gosdrykkir ekki verið í plastdósum? Berjumst fyrir því og burt með álverksmiðjurnar. Þær eru blindgata.
Bjarni Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.