Hörð viðbrögð farísea

Fróðlegt er að bera saman þetta fikt Norður Kóreu saman við aðra kosningabrellu í Ísrael. Í fyrra dæminu er litið mjög alvarlegum augum á fiktið sem enn hefur ekki skaðað neinn en stríðsrekstur Ísraela kostaði hundruði mannslífa.

Að öllum líkindum verður fylgst mjög náið með eldflaug og gervitungli N-Kóreu og sennilega gerðar ráðstafanir til að gera þetta fikt þeirra skaðlaust með öllum tiltækum ráðum. Kannski kærkomið tækifæri fyrir bandarískan hergagnaiðnað að þróa nýja tækni!

Ekki hefur gengið vel að koma ályktunum sem íþyngja Ísrael til samþykkis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þó svo hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa sé fórnað og milljörðum í óþarfan herkostnað eytt, þá eru það stjórnmálamennirnir í Ísrael sem sitja uppi með pálmann í höndunum. Þeir vænta góðra kosningaúrslita enda kosningaloforðin að úthluta byggingalóðum til braskara, á landi sem þeir tóku af fyrri eigendum án greiðslu.

Þvílíkir farísear!


mbl.is Hörð ályktun frá öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband