3.12.2012 | 18:23
Þegar skúrkurinn ber hærri hlut
Þegar Eva Joly var hér í haust þá benti hún á, að Bretland væri aðsetur og skjól fjárglæframanna. Það skyldi ekki undra að breskir braskarar komist upp með það ótrúlega. Klúður í rannsókn máls dregur þann dilk á eftir sér að skúrkurinn ber ef til vill hærri hlut þegar upp er staðið.
Bretar hafa lengi verið taldir vera fyrirmynd í rannsókn afbrota. Lengi vel var Scotland Yard þekktasta rannsóknarlögregla heims. Nú virðist einhverjir fúskarar hafa klúðrað málum.
Við skulum minnast þess að bræður þessir voru mjög umsvifamiklir í Kaupþingi, Exista og jafnvel fleiri fyrirtækjum. Kaupþing lánaði þeim 46% af öllu lánasafni sínu og sennilega er nokkur von að eitthvað af þeim himinháu kröfum skili sér til baka.
Sjálfur reyndi eg að krafsa í bakkann við að koma kröfu í þrotabúið vegna tapaðs hlutafjár en án árangurs. En sú viðleitni kostaði mig offjár.
Braskarar hafa verið iðnir við að hafa fé af fólki og eru enn að.
En óskandi er að Bretland reynist réttarríki og hafni þessum sérkennilegu kröfum á hendur efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office.
Góðar stundir án braskara og spillingar.
Vill 200 milljónir punda í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretaveldi hefur burði til að rannsaka spillingu, en vill ekki rannsaka á réttlátan hátt!
Hvað segir það okkur heimsbúum?
Hvað óttast Bretaveldi svo mikið, sem ekki má rannsaka?
Er Bretaveldið kannski höfuðstöðvar heimsmafíunnar?
Stjórnar Bretaveldi framkvæmdum AGS, EES og AGS?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 18:54
Við verðum að athuga hverjir stýra Bretlandi í dag. „Íhaldið er nægjusamt“ segir í Bréfi til Láru eftir Þórberg. Hann sýndi fram á hvernig íhaldsmönnum er alltaf sama um allt svínaríið og ekki má trufla þessa blessuðu öðlinga sem eru að bjarga sér.
Kröfurnar sem þessir bræður krefja breska skattborgara eru himinháar: 200 milljónir sterlingspunda eða um 24 milljarða íslenskra smákróna!
Og þetta fyrir eitt stykki húsleit! Dýrir verða þessir bræður Bretum enda munu þeir vera að öllum líkindum með lögfræðinga sem kunna vel sitt fag.
Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 22:25
Guðjón. Fyrr má nú rota en dauðrota! Hvað er raunveruleg nægjusemi?
Ég kann annars ekkert á þessar klíkuaðferðir heimsveldisins. Ég segi bara það sem mér dettur í hug, hverju sinni. Það er víst ekki alltaf vinsælt sem mér dettur í hug. Og skiljanlega.
En ég ætla mér að tala út frá hjartanu,hér eftir sem hingað til. Vinsældirnar skipta mig engu máli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 23:52
Auðvitað segjum við allt sem okkur finnst!
Þórbergur notaði orðið nægjusemi í merkingunni að íhaldið gerir ekki miklar kröfur. Þess vegna sé það „nægjusamt“. Þú ættir að lesa þessa frægustu bók Þórbergs við tækifæri hafir þú ekki gert það þegar. Þó 88 ár séu liðin frá útkomu bókarinnar (1924) þá er hún ein af þeim ritum sem heyra til okkar „klassík“. Sjálfur heillaðist eg af Bréfinu fyrir meira en hálfri öld og les enn mér til fræðslu og skemmtunar.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2012 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.