Er of mikill hagvöxtur rányrkja?

Eitt vinsælasta hugtak meðal hagfræðinga er orðið hagvöxtur. Það hefur aldrei verið almenilega útskýrt en stjórnmálamenn klifa bæði seint og snemma á þessu orði og taka það feginshendi þegar hagfræðingar mæla hærri hagvöxt en árið á undan.

En er hagvöxtur byggður á rányrkju? Eða má spyrða saman hagvöxt og rányrkju? Með rányrkju er sagt að þá er tekið meira frá náttúrunni en hún er tilbúin að gefa af sér.

Á miðöldum gerðu menn skýran mun á náttúrulegum arði og borgaralegum. Sá náttúrulegi var arðurinn af akrinum, skóginum, skepnunum, fiskurinn í vötnum, ám og sjónum. Borgaralegi arðurinn byggðist fyrst og fremst á vöxtum sem voru oft mjög breytilegir og ekki alltaf í samræmi við náttúrulega arðinn.

Afgjald eða leiga jarða miðaðist gjarnan við 10% af arðinum sem oft var kannski einnig 10% af verðmæti jarðarinnar. Þannig varð leigan 1% af verðmæti jarðarinnar. Með þetta í huga gerði kaþólska kirkjan mun á arðseminni. Sá náttúrulegi var guði þóknanlegur en sá borgaralegi syndsamlegur. Sagt er að Gyðingar hafi tekið þetta eins og hvert annað viðskiptatækifæri eins og það myndi vera kallað nú á dögum.

Eitt mjög skýrt dæmi um áhugaleysi fyrir sjónarmið borgaralegs arðs:

Talið er að skógrækt á Íslandi geti gefið af sér 3-4% en falli fyrst og fremst við síðustu fellingu skógarins, kannski ekki fyrr en eftir 70-80 ár!

Þetta hefur lengi legið ljóst fyrir. Þeir sem vilja sem mestu arðsemi finnst þetta ekki vera ásættanlegt undir neinum kringumstæðum og því skógrækt sögð vera eins og hvert annað dútl. 7-10% arðsemi er jafnvel sagt vera lágmark.

Það er í þessum mun sem skilur á milli rányrkju og eðlilegrar notkunar. Hagvöxturinn er meiri eftir því sem arsemiskrafan hækkar og þar með rányrkjan.

Hér er sett fram áleitin spurning sem gaman væri að ræða.

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Dettur fyrst í hug merkingarfræði: Hvað er náttúrUlegt? Er það eitthvað sem minnir á náttúruna eða líkist henni? Eða er það sama og eðlilegt, það sem fram á síðasta áratugu liðinnar aldar var almennt kallað náttúrlegt -- ekki með þetta auka U?

Þeir sem vilja troða þessu auka u þarna inn í segja að nauðsynlegt málfræðilega. En þeir eru ekki harðir á að tala um tannAbursta eða járnAkarl sem þó væri sama lógikkin. 

Annars er þetta merkileg pæling með skógræktina og lélega arðsemi hennar. Mér finnst hún skemmtilegust þar sem hún er sjálfkvæm og engin pæling um arð inni í myndinni, eins og t.d. í dalnum hér ofan við mig, mýrunum milli Lágafells og Úlfarsfells: Flugumýri, Lágafellsmýri og Skarðhólamýri, sem nú er öll að vaxa upp í runna og tré, án þess nokkur mannshönd hafi komið þar nærri.

Sigurður Hreiðar, 20.9.2012 kl. 11:34

2 identicon

Þetta er rétt athugað.  En hagvöxtur bitnar ekki aðeins á móður náttúru og þar með á mannskepnunni, fyrr eða síðar.  Hann bitnar einnig á fólki, um leið og hann á sér stað.  Grundvöllur hagvaxtar er nefnilega aukin þörf á vörum og þjónustu.  Og þegar fólk fer að leitast eftir meira vörumagni og meiri þjónustu en það hefur þörf fyrir, glatar það sálarrónni.  líkt er svo undanfari kreppu.

Á þessu má sjá, að kreppa er ekki efnahagslegt fyrirbæri, heldur sálrænt; það er aðeins birtingarmynd hennar, sem er efnahagsleg.  Þess vegna verður ekki fjallað um kreppu út frá lögmálum hagfræðinnar (séu þau til), heldur út frá heimspeki, félagsfræði, sálfræði, trúarbragðafræði, en þó fyrst og fremst út frá heilbrigðri skynsemi. 

Pjetur Hafstein Lárusson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér skemmtilega ábendingu. Hver er munurinn á náttúrlegu og náttúrulegu treysti eg mér ekki að segja ef þá hann er nokkur utan seinna orðið einum bókstaf lengra.

Víða um land er skógur að breiða úr sér. Á hverju sumri ek eg milli 10 og 20 þúsund kílómetra innanlands þessar 11-12 vikur sem eg er á ferðinni sem leiðsögumaður. Ætli eg sé ekki með víðförulustu Mosfellingum innanlands á sumrin fyrir vikið!

Nú er Skeiðarársandur að fyllast skógi einkum næst Skaftafelli. Í Skaftáreldahrauni er dálítill vísir að barrskógi en Guðmundur Sveinsson í Vík sá sami og ók fyrstur manna í Landmannalaugar plantaði þar í smátlraunareit um 10 km vestan Kirkjubæjarklausturs. Magnús sonur hans og tengdasonur Jóns á Reykjum hyggst rita um þennan tilraunareit í Skógræktarritið og verður það fróðlegt.

Og víða meðfram þjóðvegum landsins er að vaxa mikið af víði, birki, ösp og ýmsum gróðri enda oft verið að flytja tré á öllum árstímum og fræframboð nokkuð mikið.

Sjálfur hefi eg safnað birkifræi á haustin og dreift uppi á Mosfellsheiði og víðar. Þetta er smáhobbý hjá mér enda ekki unnt að reikna neinn arð af þessu „dútli“.

Annars er lykillinn að endurheimt birkiskóga að takmarka aðgang sauðkindarinnar að náttúrunni. Annars rakst eg á allvæna geitahjörð skammt frá Möðruvöllum í síðustu viku þá eg var síðast þar á ferðinni. Geitur eru sagðar fara jafnvel verr með landið en sauðkindin.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2012 kl. 12:11

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Pétur. Mér hefur alltaf langað að gubba þegar sumir klifa á þessum hagvexti. Mætti hafa hann sem minnstan en jafnan?

Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2012 kl. 12:14

5 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Virkilega góðir punktar og góður pistill Guðjón. Það sem er svo ótrúlegt er að hluti af neysluhagkefinu er innbyggt fyrirbæri eða vél sem kallast fyrirhuguð úrelding eða planned obsolescence. Þessi skekkja ýtir undir óþarfa neyslu. Vörur endast verr en þær þyrftu einungis til að auka neysla eða með öðrum orðum auka hagvöxt. Hversu brjálað er það? Við göngum hraðar á gæðin. Heimildarmynd um þetta furðubrigði var sýnd á DR 2 fyrir stuttu og hét stóra ljósaperu samsærið. Ég mæli með því að menn gæfu sér tíma til að sjá hana en hér er tengill á myndina.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=NePEVl945vw

bestu kveðjur.

Andrés Kristjánsson, 20.9.2012 kl. 13:34

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

menntun, þekking, tæknibreytingar, hagræðing og fleira sambærilegt er líka uppspretta hagvaxtar og þessir þættir hafa hingað til ekki kallast rányrkja.

kv. Lúðvík

Lúðvík Júlíusson, 20.9.2012 kl. 22:10

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Andrés: þakka komplímetin.

Lúðvík: verðum við ekki að undanskilja þessa þætti sem þú nefnir? Alla vega eru þeir einir og sér varla til þess fallnir að hafa áhrif á hagvöxt. Hagvöxtur byggist á bókhaldi þar sem aukin velta og hagnaður koma fyrst og fremst við sögu.

Sé tekið meira úr náttúrunni en hún er tilbúin að fraleiða, þá er það rányrkja sem leiðir til rýrnunar á gæðum náttúrunnar. Þá er hagvöxturinn hámarkaður sem margir sækjast eftir.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband