Hvað varð um þingræðið á Íslandi?

Þegar Ólafur Ragnar tók vitlausustu ákvörðun sína að undirrita ekki Icesave samkomulagið, greip hann fram fyrir þingræðið á Íslandi. Allt í einu var þingræði ekki lengur við lýði heldur forsetaeinræði.

Samkomulagið við Breta og Hollendinga gekk út á að ef 7% skuldarinnar greiddist ekki af höfuðstól skuldarinnar og öll útistandandi lán gamla Landsbankans yrðu afskrifuð þá gæti farið svo að þjóðin yrði ábyrg. Þá höfðu 93% Icesaveskuldarinnar skilað sér og er varðveitt á vaxtalausum reikning í vörslum Englandsbanka. En fjarri fer því að öll útistandandi lán verði afskrifuð og enn er að skila sér fé inn á reikninginn í Englandsbanka.

Það var ljóst að 93% skuldarinnar var komið í hús.

Með þessari vitlausu leið ákvað ÓRG að grípa fram fyrir þingræðið, 70% þingsins vildi semja við Breta og Hollendinga og ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll og það væri þetta leiðindamál að öllum líkindum úr sögunni núna. Setja má fram spurningu : ákvað ÓRG að leika sér dálítið með valdið með því að  þoka þingræðinu til hliðar til að auka vald sitt. Icesavemálið var sett inn í einhvern tilfinningaríkan taradal sem verður sagnfræðingum framtíðarinnar sennilega mikið viðfangsefni.

Ljóst er, að hefði ÓRG undirritað lögin um Icesave þá væri þessir erfiðleikar að baki. Við hefðum strax notið betri lánskjara erlendis en erum núna að endurfjármagna gömul lán á óhagstæðari kjörum en tilefni var til.

Með erfiðum og langvinnum málaferlum mælti enginn ábyrgur lögmaður. Þau eru dýr, meira að segja rándýr, settar eru fram ítrustu kröfur sem geta leitt til verri og ósanngjarnari niðurstöðu en sú fyrri leið sem stjórnvöld vildu með 70% þingsins að baki sér.

Spyrja má: Hvað varð um þingræðið á Íslandi? Eigum við von á því að ÓRG haldi áfram að leika sér að valdinu í nánustu framtíð meðan hann þrásitur á Bessastöðum?

Góðar stundir!


mbl.is Segir ESB tapa sama hvernig málið fari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband