Þegar reiðin stjórnar för

Stefnandi var lengi tengdur spillingunni í Framsóknarflokknum og komst yfir gott viðskiptatækifæri til að auðga sjálfan sig og sína. Töluvert var um þessi mál rætt á sínum tíma. Teitur bloggari fór að rifja þessi mál upp og kallaði reiði braskarans yfir sig. Nú mætti vitna í Jón byskup Vídalín: „Reiðin er eitt aldeilis reiðarslag. Sá sem reiður er, er vitlaus“. Reiðin kemur oft mönnum til að gera eitthvað, jafnvel bæta gráu ofan á svart og gera illt verra.

Auðvitað eru málaferli af þessu tagi kjörin tækifæri að rifja sitt hvað upp sem ekki má annars ræða.

Því miður hafa aldrei verið settar siðareglur yfir þingmenn og hvernig þeim beri að haga sér gagnvart samborgurum sínum.

Lengi lifi mannréttindin og tjáningarfrelsið á Íslandi! 


mbl.is Niðurstaðan kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón Sigurþór. Reiði sem er leyst með dómaravaldi, í staðinn fyrir leit að réttlætanlegu uppgjöri með málefnalegum samræðum, er ekki lausnarmiðuð friðar og réttlætisleið. Ég er samt ekkert að verja Sigmund Davíð, því ég þekki manninn ekki neitt.

Það sem enn liggur ó-útkljáð í loftinu, er að þessi herferð Teits skyldi ekki byrja fyrr en sonur Gunnlaugs varð formaður Framsóknarflokksins. Mér finnst Teitur hafa reynt að sækja vatnið yfir lækinn í þessu ofur-réttlætis-máli.

Er rétta leiðin að ráðast á foreldra þeirra, sem jafnvel er verið á skipulagðan hátt að sverta? Ef ástæðan fyrir þessari gífurlegu herför Teits gegn Gunnlaugi, átti að gera son hans tortryggilegan, þá finnst mér það hæpin réttlætiskennd hjá honum. Hann hefði þá bara átt að ráðast beint og milliliðalaust á strákinn, en ekki gallagripinn, karl föður hans.

Hver er t.d. faðir Teits Atlasonar, og hefur faðir hans ekki mannlega bresti, sem Teitur getur ekki gert neitt að? Mér finnst allt í lagi að pabbi Teits hafi  mannlega bresti og galla, eins og allt annað fólk. Ég nefni þetta bara sem dæmi.

Ég stend samt með Teiti í að hafa málfrelsi til að segja sína skoðun á verkum Gunnlaugs. Ósvaraða spurningin í þessari árás hans er hins vegar tilgangur árásanna og tímasetning.

Hvers vegna ræðs Teitur Atlason ekki á Halldór Ásgrímsson, sem líklega er enn í dag skráður í Framsóknarflokkinn? Halldór notaði á sínum tíma stjórnsýslu-valdið sitt, til að ræna Búnaðarbankanum og kvótanum að stórum hluta til!

Í dag heitir rændi Halldórs-Búnaðarbankinn: Arion-banki, (fyrrverandi Kaupþing-banki), þ.e.a.s. ef ekki er búið að breyta nafninu enn einu sinni!

Hefur Teitur Atlason ekki áhyggjur af þessari gríðarlegu bankaráns-spillingu Halldórs Ásgrímssonar?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað beinist athygli þjóðarinnar og bloggara almennt, ekki aðeins Teits Atlasonar að syni braskarans þegar sonurinn tekur við formannsstarfinu í hinum margspillta Framsóknarflokki. Báðir eru þeir feðgar opinberar persónur enda kjörnir í þingkosningum og launaðir af almannafé. Faðirinn kom ár sinni heldur en ekki betur fyrir borð og naut pólitísks stuðnings í flokknum. Líklegt er að sonurinn geri það sama komist hann til meðorða sem mjög er líklegt.

Spyrja má þig hvort þú hafir samúð með bröskurum? Mér finnst þeir ekki eiga hana skylda enda hafa þeir auðgast meira og minna á vafasaman hátt, aldir upp í fé- og valdagræðgi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2012 kl. 10:33

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón. Ég hef oft farið hörðum orðum um Sigmund Davíð, og kannski stundum á óréttlátan hátt. Ég skil vel hvað þú ert að meina með feðgatengslin. Ég er ekki með yfirdómaravald um hvað er rétt eða rangt, frekar en nokkur annar á þessari jörð.

En ég bendi á að synir eru oft dæmdir eftir feðrunum á óréttlátan hátt, og jafnvel þvingaðir/mútaðir af feðrum, til að þóknast feðranna vilja. Ef enginn mótmælir slíkum kúgunum gegn sonum valda/peninga-græðgisjúkra feðra, þá ná þeir feður fram sínum kúgunarvilja gagnvart sínum börnum, og nota þá til að viðhalda siðblindri spillingu.

Ég hef einnig gagnrýnt harðlega hvernig síðustu kosninga-mafíustjórar plottuðu (að mínu mati) Sigmund Davíð Gunnlaugsson fram fyrir Höskuld Þórhallsson.

Ég held ég hafi líka einhvertíma viðrað þann greinilega möguleika, að Sigmundur Davíð og fleiri hafi óafvitandi verið leiddir í þá pólitísku stöðu sem þeir lentu í, sem trúlega var fyrirfram skipulögð af yfirmönnum í svikapólitíkinni.

Mér finnst í raun alveg stórmerkilegt að svo valdamiklir og háir herrar, sem Halldór Ásgrímsson, Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson, þurfi ekki að taka nokkra einustu ábyrgð á sínum GJÖRÐUM, í Íslenskri stjórnsýslu.

Hvers vegna sleppa þessir háu herrar svona auðveldlega við að taka ábyrgð á sínum gjörðum? Er það vegna þess að þeir voru í vinnu við að varpa ábyrgðinni á eitthvað heiðarlegt fólk, og kenna þeim svo um allt sem misferst?

Þetta er nú bara mitt mat á spillingunni. Ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér, frekar en nokkur annar í þessu jarðlífi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2012 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Syndir feðranna eru oft miklar en verra er þegar synirnir reyna ekkert til að bæta fyrir. Sigmundur er alinn upp í gríðarmiklum auð sem fenginn er á fremur vægast sagt misjafnan hátt.

Auðvitað eigum við ekki að gerast dómarar en við getum haldið áfram að ræða þessa hluti tæpitungulaust.

Af hverju þessir menn sleppa er ekki auðvelt að svara. Kannski er skýringin sú að fjármálaspilling hefur tíðkast mjög lengi og þessir fjármálamenn stjórna umræðunni að miklu leyti. Það skýrir t.d. hvernig reynt er að gera sem minnst úr hlut ríkisstjórnarinnar að koma þjóðarskútunni aftur á flot.

Auðmenn telja sig geta keypt allt. Hafa þeir ekki fjölmiðlana undir sér að miklu leyti? Morgunblaðið, Fréttablaðið, Fréttatíminn, 365 og fl.?

Kannski þeir líti einnig á að unnt sé að „kaupa“ stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana með manni og mús, dómara og jafnvel forsetann á Bessastöðum. ÓRG var ansi liðtækur að efla útrásarmenn og er hann enn að? T.d. þegar hann neitaði að staðfesta lögin um Icesave. Ef það hefði verið gert, væri það einkennilega leiðindamál úr sögunni. Það var engin skynsemi á bak við þá ákvörðun heldur liður í múgsefjuninni gagnvart ríkisstjórninni.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2012 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband