Þegar gömlum húsum er breytt í hótel

Eitt mjög mikilvægt er að hafa í huga þegar gömlum húsum er breytt er að tryggja góða aðkomu. Svo virðist sem þetta mikilvæga atriðið hafi of oft gleymst. Sem reynslumaður í ferðaþjónustunni er ekki auvelt að koma með rútu að sumum þessara gömlu húsa. Sem dæmi má nefna Laugaveg 22 þar sem áður var verslunin Fálkinn en nú Hótel Frón. Ekki er heimilt að aka rútu niður Laugaveginn og því þarf að skila farþegum eða sækja með því að stoppa rútuna í næstu götu með tilheyrandi töfum. Annað dæmi er Hótel Plaza í Aðalstræti 4. Þar er stæði leigubíla og bílsstjórar þeirra ekki par hrifnir ef rútu er lagt í stæði þeirra ef laust er. Sama má segja um Hótel Borg, þar er aðkoma mjög aðfinnanleg vegn þrengsla. Á horni Hverfisgötu og Klapparstíg er Hótel Klöpp. Ekki er auðvelt að stoppa rútu þar fyrir utan á þessu þrönga umferðarhorni.

Svo eru menn með hugmyndir um að breyta stórum byggingum eins og Landsímahúsinu og koma fyrir stórfelldum hótelrekstri án þess að aðkoma sé nægjanlega trygg. Miðbærinn er vandræðagististaður vegna vondrar aðkomu. Fyrir rútubílsstjóra er mikill höfuðverkur og einnig okkur leiðsögumenn að koma með eða sækja farþega á þessi hótel.

Góðar stundir!


mbl.is Breyta Hverfisgötu 21 í hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Þú ættir að sjá hvað þessir aular eru búnir að gera fyrir framan húsið. Rústa 4 um hundrað ára gömlum trjám í nafni ferðaþjónustu. Ja fari hún þá bara norður og niður....

Guðjón Emil Arngrímsson, 27.11.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband