Upplýsingaþjónusta vildarvina?

Í aðdraganda hrunsins virðist sem valdaklíkan og vildarvinir hafi fengið betra upplýsingastreymi en aðrir. Þannig fóru fram viðskipti með hlutabréf fyrir réttum 4 árum þar sem auðmenn náðu að losa sig við verðlítil hlutabréf.

Baldur Guðlaugsson seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt upp úr miðjum sept. 2008 og sömu daga seldi Örn Andrésson sín hlutabréf í Atorku. Það leiddi til falls þess almenningsfyrirtækis nokkru síðar.

Guðlaugur Þór var iðinn við að afla fjár í kosningasjóð sinn. Honum varð furðu vel ágengt. Er hann kannski enn að afla fé í sjóðinn fyrir næstu kosningar? Guðlaugur Þór virðist koma víða við sögu þar sem safaríkar fréttir eru af einhverju tengdu braski og fjármálum. Hann átti sinn þátt í að grafa undan Gunnari Andersen fyrrum forstjóra Fjármáleftirlitisins sem virðist hafa fundið eitthvað bitastætt gegn Guðlaugi Þór. Því miður beitti hann ekki réttri aðferð að afla nánari upplýsinga eftir þeim leiðum sem Fjármálaeftirlitinu er heimilt að fara. Því varð það sem athugun beindist að slapp og enn er hann að „sprikla“. Þar sem Guðlaugur Þór er, má reikna með ýmsu misjöfnu. Hann virðist koma víða við sögu og spurning hvort hann tengist eitthvað þessu einkennilega máli hvort Deutsche Bank hafi fengið heimild að losa þetta mikla fé úr þeim festum sem gjaldeyrishöftin eiga að halda gagnvart öllum.

Spurning er: Í hvaða fyrirtækjum er Guðlaugur Þór ekki flæktur að meira eða minna leyti? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa lengi verið talin ein verstu spillingarbæli landsins.

Nægir að vísa á að á þingi sitja nokkuð margir fyrir þessa flokka sem flæktir hafa verið í spillingarmál af misjöfnu tagi.


mbl.is Brýnt að málið sé upplýst sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Guðjón! Það var Lilja Mósesdóttir sem hafði hérna frumkvæði og óskaði eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðlaugur gerði ekki annað en að styðja þá frómu ósk.

Jörundur Þórðarson, 19.9.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Málflutningur ykkar vinstri manna verður undarlegri með hverjum deginum,örvæntingin er orðin alsráðand. Ein spurning til þín Guðjón hvað eru margir ráðherrar í nú verandi ríkistjórn sem ekki hafa brotið lög í starfi.?

Ragnar Gunnlaugsson, 19.9.2012 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband