Ábyrgðarleysi stjórnarandstöðu

Einkennilegt er að núverandi stjórnarandstaða virðist ekki gera sér grein fyrir alvöru þessa mikilsverða máls að styðja dyggilega að baki núverandi ríkisstjórn í samningum við Efnahagssamband Evrópu vegna makríldeilunnar. Svo virðist sem enginn átti sig á því að ríkisstjórnin er að reyna að ná smaningum fyrir alla þjóðina en ekki fyrir ríkisstjórnina eingöngu.

Í öllum landhelgisdeilum okkar stóð þjóðin að baki þeimstjórnvöldum sem vildu gera ítrustu kröfur. Þannig gerðu viðræðuaðilar sér grein fyrir því að öll þjóðin stóð að baki en ekki aðeins ríkisstjórnin. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan ríkisstjórnin fær ekki stuðning okkar allra í þessum samninbgum þá draga væntanlega viðræðuaðilar lappirnar enda engin hvatning að semja við aðila sem er sundraður.

Stjórnarandstæðan hefur sýnt þessu máli eindæma fálæti og kæruleysi. Á þeim bæjum virðist engin skilningur vera fyrir brýnustu þjóðþrifamálum þjóðarinnar. Þeir eru á móti öllu, hverju einasta máli og engu verður þokað.

Ríkisstjórnin á allt gott skilið það sem hún hefur gert vel. Mörg mistök hafa að vísu verið gerð, sum þeirra vegna þess að stjórnarandstaðan hefur ef til vill verið áhugalítil og ekki lagt neina áherslu á samvinnu eða samstarf af neinu tagi.

Og þá er bessastaðavaldið sérkapítuli út af fyrir sig. Spurning hvernig þingræðið verði áfram þróað á Íslandi með þennan afarumdeilda forseta áfram við völd sem líklegur er til að snúast á móti hverju þjóðþrifamáli á fætur öðru.

Góðar stundir!


mbl.is Telja samningaleiðina hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband