Hver á kvótann?

Þingmaður og fyrrum sjávarútvegsráðherra bókstaflega „gaf“ útgerðinni kvótann á sínum tíma. Þessi maður er Halldór Ásgrímsson sem er Hornfirðingum sennilega ekki ókunnugur. Halldór fór mikinn og var nánast einvaldur í þessum málum, þessi ákvörðun var ekki borin undir neinn, hann var meira að segja á öndverðum meiði við þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson sem vildi fara aðra leið. Lesa má um það í ævisögu Steingríms sem og í grein eftir Skúla Helgason þingmann í Fréttablaðinu í dag: Skemmdarverk.

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur aðdragandann að gjafakvóta Halldórs Ásgrímssonar ættu að lesa grein Svans Kristjánssonar prófessors um þessi mál í Skírni hausthefti 2011 sem ætti að vera unnt að lesa á öllum betri bókasöfnum landsins. Grein Svans nefnist: „Varð þjóðþingið að þjófþingi? : lýðræðið og kvótakerfið 1983“.

Prófessorinn bendir á mjög alvarlega annmarka við þessa ákvörðun Halldórs sem sjómenn á Hornafirði mættu gjarnan kynna sér betur áður en þeir gerast verkfæri í höndum þeirra sem ranglega hafa verið færður kvóti að því virðist fremur að gjöf en afnota.

Í raun er eðlilegt að líta svo á að þjóðin eigi kvótann og útgerðin hafi afnotarétt að honum. Þar er mikill munur á, beinum eignarrétti og afnotarétti.

Braut Halldór rétt á þjóðinni með því að afhenda eignarrétt sem hann hafði ekki ráðstöfunarrétt á?

Á þetta kann að reyna og Halldór hefur auðvitað rétt á að verja hendur sínar. Hann átti persónulega gríðarlega hagsmuni af þessu máli sem síðar hefur komið í ljós.

Góðar stundir!


mbl.is Hornfirskir sjómenn fordæma vinnubrögð stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband