Betri mætti stjórnarandstaðan vera

Hefði þessi tillaga Vigdísar verið samþykkt hefði það þýtt að meirihlutin Alþingis hefði hafnað því að þjóðin tengist betur nágrönnum sínum félagslega, viðskiptalega, stjórnmálalega og menningarlega? Þessi tillaga Vigdísar Hauksdóttur var mjög vanhugsuð og til þess fallin að afla frummælanda sér vinsælda. Þessi aðferð nefnist „popularismi“ á erlendum málum en á góðri íslensku mætti kalla þetta að nota hvert tækifæri að afla sér aukinna vinsælda.

Tillaga Vigdísar er dæmi um þau óvönduðu vinnubrögð sem stjórnarandstaðan hefur tamið sér. Í stað þess að greiða fyrir málum, sýna ríkisstjórninni samvinnu í verki á erfiðum tíma, koma með góðar, gagnlegar og þarflegar ábendingar og gagnrýni og þar með að vinna með ríkisstjórninni velur hún vinnubrögð götustráksins sem er eins og illa uppalinn vandræðagemlingur.

Hefði þessi tillaga verið samþykkt, hefði öll vinnan við samninga verið unnin fyrir gýg og enginn árangur í sjónmáli. Væri það ekki eins og að fleygja útsæðinu fyrir svín í stað þess að doka við og sjá hver uppskeran verður?

Sennilegt er að sitthvað bitastætt komi upp í samningunum. Þjóðin mun meta kosti þeirra og galla en ljóst er að við getum vænst mun betri borgaralegra réttinda á kostnað ýmissa ógvæginna hagsmunaaðila sem stjórnarandstaðan er fulltrúar fyrir. Þar eru kvótabraskaranir og sérhagsmunagreifarnir sem vilja halda í forréttindi sín hvað sem það kosti, jafnvel þó svo að landslýður megi gjalda þunglega fyrir.

Nú grenja sumir yfir þingrofi og nýjum kosningum án þess þó að einhver markmið séu sett fram önnur en sá hatursfulli áróður að ríkisstjórninni. Sennilegt er, að þessum aðilum gremjist sá ásættanlegi árangur ríkisstjórnarinnar að komast á lygnari sjó eftir glundroða bankahrunsins sem þó hefur náðst þrátt fyrir allt.

Við þurfum sennilega öllu fremur á annarri og betri stjórnarandstöðu í þessu landi að halda en nýja ríkisstjórn. Og sá hluti stjórnarandstöðunnar sem situr á Bessastöðum mætti sitja á strák sínum sem eftirlifir embættistíma hans.

Góðar stundir!


mbl.is Tillaga Vigdísar felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband