22.5.2012 | 16:15
Dýr mun Gunnar allur
Gunnar Birgisson er einn þeirra pólitíkusa sem skilur eftir sig óreiðu af ýmsu tagi. Ferill hans sem bæjarstjóra í Kópavogi varð söguleg að ekki sé dýpra tekið í árina. Einkum er minnisstæðtt þegar hann lét verktakafyrirtæki sem áður var í eigu hans vaða gegnum Heiðmörkina og olli stórtjóni á skógargróðri hennar. Það kostaði málaferli og bæjarsjóð Kópavogs um 20 milljónir. Aðkoma hans að sögu Kópavogs var furðuleg þar sem dóttir hans fékk á silfurbakka vel launað verkefni sem ekki hefur skilað tilætluðum markmiðum.
Og nú kemur þetta mál sem kostar ríkissjóð milljónir!
Óhætt má segja að dýr muni ekki Hafliði Másson heldur einnig Gunnar Birgisson þegar öll kurl verða dregin til grafar.
Góðar stundir!
Gunnar Birgisson greiði sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekkert inni í þessu máli í Kópavogi, en skynja þó og skil, að Gunnar Birgisson greiðir ekki sekt úr eigin vasa, heldur spillingar-félagið "Sjálfstæðisflokkur".
Það er að sjálfsögðu rangnefni á virkum "Sjálfstæðis"-klíkuflokki Íslands. Það þarf ekki að fletta mörgum blöðum, til að skilja þá staðreynd. Ég læt fylgja með, að aðrir flokkar eru enn verri, því þeir segjast vera "velferðarflokkar", þótt þeirra formenn séu í raun falskt, forritað, og skoðanalaust útibú Sjálfstæðisflokksins.
Leikhús landsins eru orðin gamaldags og kjánaleg, miðaða við stjórnsýslu-flokka-leikhús embættisklíkunnar ESB-stýrðu á Íslandi.
Það er ekki góð stefna í menningar-mannréttindasamfélagi, sem vill kenna sig við velferð!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 20:15
Guðjón
Gunnar Birgisson er búinn að vera í bæjarstjórn Kópavogs í rúm 20 ár, lengst af sem forseti bæjarstjórnar og en einnig sem bæjarstjóri. Ég vel að veita bæjarfulltrúm hér aðhald og líta gagnrýnum augum á verk þeirra.
Þú nefnir tvö mál til þess að segja okkur ,,óreiðumanninn" Gunnar Birgisson
1. Verktakafyrirtæki sem áður var í eigu Gunnars Birgissonar grefur skurð upp í Heiðmörk fyrir vatnslagnir. Sem mikill áhugamaður um skógrækt fór ég þarna uppeftir. Eftir fréttum í sjónvarpi átti að vera 20 metra djúpur skurður og gífulegt jarðrask. Ég á mynd af mér ofan í þessum skurði, og ef skurðurinn er 20 metra djúpur, er ég um 30 metra á hæð, sem ég er ekki. Í mínum hóp eru náttúruverndarsinnar og við vorum sammála um að svona málflutningur væri náttúruvend ekki til góða. Reykjavíkurborg hafði skrifað undir samning við Kópavogsbæ um þessa lögn, en hafði ekki gegnið formlega frá málinu við Skógræktarfélag Reykjavíkur.
2. Sérstök afmælisnefnd Kópavogs fékk dóttur Gunnars til þess að sjá um umbrot og ljósmyndir að blaði um sögu Kópavogs. Starfsmaður bæjarins sem átti að rita blaðið lauk aldrei við það og það hefur ekkert með vinnu dóttur Gunnars að gera. Það að þetta hafi verið vel launuð vinna segir þú sjálfsagt af reynslu þinni af útgáfumálum. Í nefndinni var maður vanur slíkum málum og hann sagði tilboð í verkið vera mjög hagstætt.
3. Þetta lífeyrissjóðsmál er dapurlegt, og er full ástæða til þess að kanna hvort pörupilturinn Steingrímur Sigfússon hafi komið þar að verki. Mér skilst að Gunnar og Sigrún framkvæmdastjóri hafi verið dæmd vegna þess að upplýsingar í bréfi voru miðaðar við áramót, en ekki 15 janúar þegar bréf var sent. Ef rétt er þá skil ég vel að þau ætli að áfrýja til Hæstaréttar. Ég á von á að ríkissjóður þurfi að greiða milljónir í skaðabætur fyrir að stefna fólki að ósynju fyrir rétt.
Pistillinn þinn er að sjálfsögðu rætinn eins og þú hefur tamið þér. Trúaðir kommúnistar líta á líf fólks sem peð, sem hægt er að níða fólk svona fyrir svefninn.
Sigurður Þorsteinsson, 22.5.2012 kl. 22:03
Sigurður: leggur þú enn trúnað á einhverja „vonda kommúnista“ sem íhaldsmenn á Vesturlöndum gjarnan nefdnu andstæðinga sína þegar þeir voru komnir í rökþrot?
Þessar fullyrðingar byggi eg á því sem eg hefi lesið í fjölmiðlum sem og hæstaréttardómi þeim sem Heiðmerkurmálið byggist á. Þó svo samningur kunni að hafa verið að einhverju leyti byggður á stjórnvaldsreglum, þá var framkvæmd hans illa undirbúin og á því byggðist niðurstaða Hæstaréttar.
Eg vísa því til föðurhúsanna að eg byggi á einhverju rætnu hugarfari gagnvart Gunnari Birgissyni. Það nægir að benda á að maður sem innleiddi box og hélt hlífisskildi yfir gleðskaparstað þar sem ekki er útilokað að hafi byggst á mansali og vændi, er líklegur til margs misjafns. Enda voru viðhorfin til hans ekki byggð ás neinu öðru en sjálfstæðu mati.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.