Ekki veitir: hver silkihúfan upp af annrri sem gerir lítið sem ekkert gagn!

Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar er orðin þvílík martröð að meira að segja nágrannasveitarfélögin eiga í vandræðum við eðlileg samskipti við yfirvöld, hvað þá einstaklingar.

Örfá dæmi:

Á Úlfarsfelli hefur einhver silkihúfan hjá Jóni Gnarr leyft verktaka að fremja mikil og slæm umhverfisspjöll við efsta hnjúk fellsins til að leggja lagnir og reisa heilmikið mastur, Mosfellingur sem og vonandi flestum Reykvíkingum til mikillrar gremju. Þessi framkvæmd er leyfð án þess að málið sé lagt fyrir bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar. Þau komu gjörsamlega af fjöllum.

Fyrir aldamótin síðustu vakti Ómar Ragnarsson þáverandi fréttamaður athygli höfuðborgarbúa á óvenjufallegu stuðlabergi sem kom í ljós í grjótnámi sem opnað var í mynni Seljadals fyrir tæpum 30 árum. Þarna hefur hart basalt verið numið svo framleiða megi nægt malbik í þágu nagladekkjanotkunar á höfuðborgarsvæðinu. Malbikunarfyrirtæki þetta skreytir bókhald sitt með grænu bókhaldi, t.d. að stuðla að endurvinnslu pappíra á skrifstofu en í raun er umgengnin um náttúru landsins all svakaleg að ekki sé meira sagt.

Sem áhugamaður um umhverfismál skrifaði eg nokkrar greinar um þetta mál og hófust viðræður milli yfirstjórnar Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um þetta mál. Ljóst var að stjórnvaldsreglur voru þverbrotnar eins og síðar kom í ljós. Dagaði þetta mál einvers staðar og enginn virðist hafa borið ábyrgð fremur en í aðdraganda hrunsins.

Stjórnvaldsreglur eiga að vera markvissar, augljósar, einfaldar og skilvirkar. Því miður eru þær gerðar svo flóknar og ómarkvissar að ekki er alltaf ljóst hver tilgangurinn er. Ljóst er að í stjórnvaldsreglum á að vera ákvæði um greiða endurskoðun og einnig hver ber ábyrgð ef ákvörðun reynist röng og jafnvel íþyngjandi á ósanngjarnan og óréttlátan hátt gagnvart borgara.

Góðar stundir!


mbl.is Vilja einfalda stjórnkerfi Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband