Ýmsar spurningar

Þegar eitt viðkvæmasta og vinsælasta náttúrufyrirbæri landsins á í hlut vakna ýmsar spurningar:

Hvernig stendur á því að 1000 lítra olíutankur týnist?

Hvernig var eftirliti háttað með efnistöku Kísilgúrverksmiðjunnar?

Var öllum skilyrðum um efnistöku fylgt eftir?

Hvernig stendur á því að fyrst núna kemur þetta fram?

Þeir sem ábyrgð báru á efnistökunni hefðu átt að vita allan tímann um að þessi eldsneytistankur væri týndur.

Hvers vegna er ekki þegar hafin leit að honum og hann fjarlægður?

Hafði einhver fjárhagslegan ávinnig af því að tankurinn týndist?

Það má spyrja endalaust en nú þarf að fara í sauman á þessu máli og draga allt fram sem máli skiptir.

Vanræksla hvort sem er stór eða smá getur haft gríðarlegar afleiðingar. Það getur verið erfitt að bæta mikið tjón sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir.

Mývatn er ein dýrmætasta náttúruperla landsins sem ekki má eyðileggja þó til sé fólk sem vill eyðileggja sem flestar náttúruperlur landsins.

Góðar stundir!


mbl.is Tifandi tímasprengja í Mývatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi tankur týndist í slysi sem varð á mývatni, það munaði ekki miklu að alverlegt slys hafi orðið þarna. Menn lenntu í vatninu og voru orðini kaldir þegar að var komið.

Við sem að þekkjum til þarna höfum alla tíð vitað að þessum tanki og það hefur verið leitað að honum. Það er búið að gera nokkra leiðangra út til að finna tankinn án árangurs.

Þú nefnir kísiliðjun, að loka henni var eitt versta sem að gat skeð. Það sem að hefði átt að gera er að endurnýja tækjabúnaðinn og halda áfram.

Gísli Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband