Fyllsta ástæða til varfærni

Í dag eru orkufyrirtæki landsins skuldum vafin. Fyrir áratug voru þau vel stödd en illu heilli var boginn spenntur um of og farið allt of hratt í framkvæmdir.

Fyrir vikið varð ofþensla, falskur heimur velsældar og fullyrt um góðæri. Nú þarf að doka við og ekki taka ákvarðanir sem síðar reynast ekki æskilegar.

Orkufrekur iðnaður er ekki alltaf rétta leiðin til að byggja upp atvinnulíf, síst af öllu til framtíðar. Það má auðvitað koma mikillri atvinnustarfsemi af stað en hvert starf kostar mun meira en mörg þau störf sem byggja má upp með langtímamarkmið í huga.

Við Íslendingar þurfum að byggja atvinnulíf okkar meira með okkar forsendur og þarfir í huga. Stóriðjan getur verið varhugaverð og margt virðist ekki mega ræða þar sem hún kemur við sögu. Sumir stjórnmálamenn sjá ekkert nema stóriðju og getur það verið skiljanlegt ef þeir njóta einhverra hlunninda af því en það er þjóðin sem kostar öllu til.

Kárahnjúkavirkjun kostaði um eða yfir 200 milljarða. Arðurinn af þeirri virkjun gerir vart meira en að standa nokkurn veginn undan aborgunum og vöxtum.

Hefði verið aðeins litlu broti þeirrar fjárhæðar varið til skógræktar þá ætti þjóðin verðmæta náttúruauðlind eftir aðeins nokkra áratugi. Skógarnytjar er sjálfbær meðan stóriðjan er það ekki.

Góðar stundir.


mbl.is Fjárfestingar snarminnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband