Íslendingar falla í freistni: Nýr möguleiki að týnast!

Sennilega eru Íslendingar með kaupglöðustu þjóðum heims. Þeir voru vikum ef ekki mánuðum saman í starftholunum að hlaupa til þegar þeir sáu fyrir sér auglýsinguna: Bauhaus opnar bráðum!

Ætli margir landar vorir hafi ekki verið farnir að verða óþolinmóðir eftir að hver vikan leið og jafnvel mánuðirnir eftir að þetta „bráðum“ var að baki og þessi stóra „hryllingsbúð“ opnaði loksins.

Í fyrradag leit eg við í Bauhaus ásamt spúsu minni og yngri syni okkar. Við gengum okkur næstum upp að hnjám en eitt erindi áttum við í búðina: kaupa litla liðkeðju sem tengir tappa og eldhúsvask sem slitnaði fyrir skömmu. Sama hvar við bárum niður, hvergi var þetta litla þarfaþing að finna. Hins vegar mátti skoða salernisskálar í öllum mögulegum gerðum upp um veggi og hreinsibursta í öllum litum og sömuleiðis gerðum. Fróðlegt væri að vita hversu margir tugir eða jafnvel hundruðu vörunúmera af þessum þarfahlutum eru á baðstólum í Bauhaus.

Við veltum vöngum yfir að festa kaup á útikamínu fyrir veröndina úti við litla frístundahúsið okkar. Þrjár stærðir a.m.k. voru á boðstólum. Sá yngsti vildi auðvitað þá stærstu og verklegustu sem mér fannst ekki galið en frúin vildi þá minnstu og nettustu. Þá var stungið upp á að fara bil beggja en sú tillaga var stráfelld með 2 atkvæðum gegn atkvæði mínu.

Endirinn á þessari kostulegu kaupstaðarferð var að blóm af orkidíugerð var keypt handa frúnni. Auk þess freistuðumst við að kaupa heljarmikinn stiga fyrir tæpar 13 þúsund krónur sem sá yngri taldi vera kostakjör fyrir þvílíkan grip! Nú verður unnt að brölta upp á þakið á litla húsinu okkar án þess að eiga á hættu að hálsbrjóta sig annað hvort á leiðinni upp eða niður.

Til hamingju kæru landar með nýjasta innkaupastórmarkaðinn! Nýr möguleiki að týnast klukkutímum saman hefur verið opnaður, sennilega öllum til gamans og vonandi einhvers gagns!

Góðar stundir!


mbl.is Keyptu fyrir milljarð í Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þess má geta að í morgun átti eg leið framjá Bauhaus og kom við. Tilgangurinn var að þaulkanna hvort eldhúsvaskskeðja finndist ekki einhvers staðar í þessu gríðarlega stóra verslunarhúsnæði.

Eftir að spyrja nokkra starfsmenn á ýmsum stöðum var mér vísað þar sem þessi hlutur fæst, - en það þurfti að kaupa tappann með!!!

Þessi herlegheit voru verðlögð á kr.2.095 sem mér fannst eðlilega of mikið enda vantaði mig keðju en án tappa. Í þessum vandræðum fannst mér réttast að skjótast í Múrbúðina fyrst eg var kominn til Reykjavíkur. Starfsmaður Múrbúðarinnar vísaði mér strax þangað sem það sem mig vanhagaði og þar var meira að segja boðið upp á tvær lengdir!

Þessi keðja kostaði kr.325 stykkið og keypti því tvær. Fyrir sama verð og þeir Bauhaus vilja fá fyrir sömu vöru, að vísu með tappa sem eg þarf ekki að nota, hefði eg getað keypt 6 keðjur með því að bæta við 10 kalli!

Múrbúðin er ein besta búðin á sínu sviði. Það er helst að gamla góða kramvörubúðin Brynja á Laugaveginum sé á svipuðum nótum, ein af uppáhaldsbúðum spúsu minnar.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 11.5.2012 kl. 16:33

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En þá virðist sem ódýrustu verslanirnar á byggingavörumarkaðnum séu semsagt Bauhaus og Múrbúðin... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.5.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband