9.5.2012 | 23:14
Grátt svæði
Ansi er hér verið að fiska á gráu svæði.
Lögin um Landsdóm voru sett að tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn átti verulegan þátt í hruninu með því að einkavæða bankana á vægast sagt mjög veikum forsendum.
Þáverandi fjármálaráðherra var sérstaklega menntaður í þjóðhagfræði frá einhverjum fínasta háskóla heims, Harward í BNA.
Þessi maður er Geir Haarde sem var forsætisráðherra, með öðrum orðum n.k. verkstjóri framkvæmdavaldsins á Íslandi.
Þessi maður virðist annað hvort vera algjörlega úti á þekju um mikilvægustu málefni landsins eða hafa verið gjörsamlega vanhæfur í því starfi sem hann hafði verið valinn í og trúað fyrir.
Ákæran gegn Geir byggðist á þessum einföldu staðreyndum sem ýmsir virðast enn vera í vafa um og þykja sjálfsagt að draga athyglina að allt öðru.
Annað hvort eru menn gjörsamlega heillum horfnir og siðblindir að átta sig ekki á aðdraganda hrunsins sem byggðist fyrst og fremst á óskiljanlegu kæruleysi í stjórn efnahagsmála eða að þeir eru að grípa síðasta hálmstráið til að bjarga eigin skinni í rökþroti.
Í öllu falli var ákæran gegn Geir Haarde rökrétt framhald af hruninu. Einhver HLÝTUR að eiga að bera einhverja ábyrgð.
Eða er það söguskoðun siðblindingjanna að ábyrgðin var hjá öðrum? Ætlast þessir herramenn að heiðarlegt fólk taki þetta gott og gilt?
Því miður er þessi umræða komin niður fyrir allar hellur og að fullyrða að Jóhanna Sigurðardóttir sé jafnvel sekari en þeir sem siðferðislega og ekki síst lagalega bera MESTU ábyrgðina í aðdraganda hrunsins er kórvilla.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viðurkennt nein mistök þó svo öll spjót beinist gegn honum og einnig Framsóknarflokknum sem eru helstu spillingarbælin á Íslandi!
Góðar stundir!
Rannsaka mál Geirs og Júlíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin er aðal sökudólgurinn hún var á móti reglum um dreifðari eignaraðild að bönkunum á sýnum tíma ásamt VG og Halldóri ESB framsóknar þannig gátu efnahagsböðlar Evrópusambandsins athafnað sig að vild. Samfylkingin er pólitískur viðbjóður og ógeðslegt að horfa uppá ósvífnina í því fólki þegar það reynir að kenna pólitískum andstæðingum um verk sem hún tók þátt í af einlægum ásetningi til að undirbúa jarðveginn fyrir Evrópusambandið en andstæðingarnir ekki! Vonadi munu þessi gerpi enda á Litla Hrauni fyrir landráð!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 23:39
það er þannig spillingar og klúðursslóðin allstaðar þar sem þessi kratakvikindi drepa niður fæti að það er ömulegt og má þar t.d. nefna að reikningar frá Orkuveitu Reykjavíkur hafa margfaldast vegna þess að verið er að borga niður sukkið eftir þessi eftir þessi siðlausu krataflón!!!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 23:58
Það var eðlilegt framhald á hruninu að láta reyna á lög um ráðherraábyrgð fyrir Landsdómi. Spurningin er hvort að þeir þingmenn sem tóku að sér ákæruhlutverkið hafi misnotað vald sitt til að koma höggi á andstæðinga sína. Það er alveg rétt að allir flokkarnir fjórir eru rotnir inn að beini og þar eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með ljótasta bókhaldið. En það þýðir ekki að það megi ekki rannsaka af hverju Geir var einn ákærður af alþingi.Við hljótum að fara fram á að allir fái sanngjörn réttarhöld og að mannréttindi séu virt í öllum málum. Það skiptir engu hversu sekur glæpamaðurinn er.
Pétur Harðarson, 10.5.2012 kl. 00:32
Enginn vafi er að valdið var misnotað af Jóhönnu og Steingrími og Össuri og co. Og var aldrei vafi. Einn maður úr heilli ríkisstjórn dreginn fyrir dómstóla af pólitískum andstæðingum hans og þeim sem voru með honum í fyrri stjórn. Jóhanna og Össur þar með. Málið er ógeðslegt og það EINA sem er á gráu svæði í orðum Björns Bjarnasonar þarna er að nafn Yulia Tymoshenko er íslenskað.
Elle_, 10.5.2012 kl. 01:09
Elle_E: Jóhanna, Steingrímur og Össur kusu öll gegn því að nokkur yrði dreginn fyrir landsdóm - en samsæriskenningar eru oft eintóm trúarbrögð - þó svo af hægri væng stjórnmálanna.
Jonsi (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 02:00
Til athugunar:
Bæði eru ákærð en málsmeðferðin er mjög ólík: Geir er nánast sýknaður af öllum ákæruliðum nema að hafa ekki haldið fundi ríkisstjórnar í aðdragandanum að hruninu og er ekki dæmd refsing.
Júlía er ákærð og dæmd til mjög harðrar refsingar í Úkraníu sem varla telst til réttarríkis.
Það er ekki einungis rangt heldur jaðrar við heimsku að líkja þessum ólíku málum saman. Eina sem tengir þau bæði er að þau gegndu um tíma starfi forsætisráðherra. Geir er ákærður fyrir aðgerðarleysi, Júlía fyrir að gera samning um gas sem reyndist vera óhagstæðari en ástæða þótti til.
Að spyrða saman mál Geirs og Júlíu og jafna þeim saman nær ekki nokkurri átt.
Viðbrögð Geirs við Landsdómnum eru honum til vansa og ekki til fyrirmyndar. Eiga dæmdir afbrotamenn að ausa skömmum yfir dómara þegar þeir eru dæmdir sekir?
Geir hefur aldrei sýnt minnstu merki iðrunar en sýnir fremur að um einbeittan vilja að telja sér og samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum trú um að hann hafi ekki gert neitt rangt. Var hann þó einn fremsti fagmaður þjóðarinnar á sviði þjóðahagfræði.Geir hagar sér eins og hann hafi ekki haft minnstu hugmynd um hvernig mætti koma í veg fyrir hrunið afdrifaríka afleiðingu þess sem virðist hafa legið lengi fyrir eða alla vega frá febrúar 2008.
Þess í stað hagaði hann sér eins og sá sem hagar sér eins og strúturinn sem stingur höfði í sandinn þegar hættu ber að höndum og telur að með því hafi hann leyst vandann.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2012 kl. 08:35
Það er kominn tími til að viðurkenna hvers konar blekkingar-kennsla fer fram í þessum Harvard-háþróaða "snillinga"-spillingarskóla, þar sem afmarkað og samhengislaust "sérfræðinám" er dásamað með útskriftardiplóma víðsýnna alvitringa.
Það er nú þegar byrjað á þeirri vinnu, að endurskoða hættulega einhæfnina í sérfræðinámi þessarar heims-einstefnufáfræði-"sérfræðinga"-menntastofnunar.
Hvernig á forsætisráðherra Íslands að geta borið ábyrgð á verkum og svikum annarra ráðherra, þegar þeir fara með skipulögðum hætti á bak við hann? Með í því skipulagi voru, og eru enn, svikulir starfsmenn seðlabanka Íslands, Bretlands og Alister Darling, og eftirmenn hans.
Það er afneitun á hæsta stigi, að taka ekki með í reiknings-dæmið og Landsdóminn, hvernig erlendu topparnir skipulögðu þessa svikamyllu, með aðstoð dyggra þjóna annarra ráðherra. Það kemur ekkert annað en vont út úr þessum pólitísku afneitunum sumra "gæðinga" í öðrum ráðherrastólum, sem þáðu hjálp frá svikulum aðstoðarmönnum sínum, sem gerðu allt fyrir mútur erlendra blekkingameistara.
Samfylkingin er sekari en Sjálfstæðisflokkurinn, því það lið siglir undir fölsku velferðarflaggi, en eru í raun almestu frjálshyggjuliðarnir, ásamt VG-spunameistaraflokknum. Þetta er ekki hrós fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur staðfesting á hversu miklu falskari Samfylking og VG eru í raun, með nokkrum undantekningum þó. En þær undantekningar hafa samt ekki kjark til að yfirgefa þessar svikaklíkur, sem ganga erinda erlendra svikapólitíkusa.
Hreyfingin er nýjasta dæmið um tvískinnungs-pólitíkusa, sem staðsetja sig með þessum fölsku öflum, samtímis sem þeir þykjast vera með í að stofna Dögun sem "nýtt" stjórnmálaafl.
Lengi getur vont versnað á vígvelli svikulla pólitíkusa. Hvað skyldi Hreyfingin hafa kostað skattborgara, í þessu nýjasta leikriti þeirra þremenninganna? Það er skiljanlegt að Þráinn hafi yfirgefið það lið, og vonast eftir einhverju ekta í VG, sem er þó álíka ruglað lið. Það er hægt að fara úr öskunni í eldinn, þegar maður er mannlegur og breyskur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2012 kl. 10:08
Þarna var einkennileg þula um einhvert alheimssamsæri.
Eftir því sem þessi mál eru betur krufin þá hefur komið í ljós að Bretar beittu hermdarverkalögunum í algjörri neyð. Mánuðum saman höfðu bresk yfirvöldr reynt að fá ríkisstjórn Geirs Haardes til samstarfs við að minnka umsvif íslensku bankanna í Bretlandi en án nokkurs árangurs. Þeir áttuðu sig á því að ekki var allt með felldu. Svo var eins og enginn vilji væri til að gera nokkurn skapaðan hlut. Samtal fjármálaráðherranna, Árna Mathiesens og Alistar Darling er dæmi um að enginn vilji var að gera nokkurn skapaðan hlut.
Ríkisstjórn Geirs Haardes var hneykslisverð og verður væntanlega í sögubókum nefnd sem versta ríkisstjórn lýðveldistímabilsins.
Að koma skömminni yfir á aðra er fremur skammsýnt yfirklór.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2012 kl. 10:51
Vil leiðrétta menntun Geirs Hilmars. Hann var ekki úr Harvard, amk. ekki skv. vef Alþingis.
Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=162
Það kallast að vera á röngu svæði, ekki gráu þegar farið er rangt með staðreyndir.
Að öðru leyti er ég ekki sammála þér nema mjög takmarkað. Björgvin G. var gersamlega vanhæfur bankamálaráðherra, lekari en spaghettísikti. Þetta vissi ISG sem hélt honum utan við allt sem skipti máli. Davíð Oddsson ber ábyrgð á því að regluverk var veikt og þjóðhagsstofnun lögð niður. Hann var að mínu mati nánast afleitur pólitíkus en á hinn bóginn nokkuð góður seðlabankastjóri. Geir tók við keflinu og gat lítið gert, sérstaklega þegar Björgvin Göbbels Sigurðsson þurfti að vera invíklaður í allar ákvarðanir.
Höfundur ókunnur, 10.5.2012 kl. 14:40
Þetta mun vera rétt vera með menntun Geirs Haardes. Hann var ekki skólaður frá þessum fína Harward háskóla heldur þeim sem tilnefndir eru í upplýsingum á vef Alþingis.
Einhvers staðar hefur þessi meinloka komið og hver lepur eftir öðrum.
Þakka þér ókunni höfundur.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.5.2012 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.