Víkurprjón er eitt af bestu fyrirtækjum landsins!

Erlendir ferðamenn spyrja oft hvar gott sé að versla þar sem vandaðar vörur og gott úrval á góðu verði sé á leið þess um landið. Eg stoppa ætíð í Vík í hringferðum með ferðamenn. Þar er gott að hafa hádegishlé þar sem ferðafólkið getur fengið þjónustu í Víkurprjóni og Víkurskála. Þá er stutt í fjöruna með stórkostlegu brimi þar sem öldurnar falla á ströndina með sérkennilega Reynisdranga í baksýn. En það þarf að vara við hættunni enda hafa orðið þar slys.

Óskandi er að Víkurprjón verði áfram í Vík, dafni og vaxi með auknum straum ferðamanna um landið. Eg mun sakna Þóris framkvæmdastjóra sem eg hitti oft á mínum ferðum. Höfum við oft spjallað um „landsins gagn og nauðsynjar“ og erum furðuoft sammála enda engir æsingamenn í eðli okkar. Við viljum að atvinnuvegir landsins geti vaxið og þrifist á sem eðlilegasta hátt án þess að braskarar gjörbreyti öllu rekstrarumhverfi nánast á einni nóttu sem gerðist því miður í aðdraganda hrunsins mikla. En það er vonandi nokkuð sem draga verður lærdóm af og heyrir sem fyrst sögunni. Því miður er reynslan oft okkur dýr.

Góðar stundir!


mbl.is Víkurprjón selt til Garðabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband