Helgi þingmanna

Þingmenn hafa yfirleitt góða réttarstöðu en mega ekki misnota hana. Þinghelgin var fyrst og fremst hugsuð til þess að tryggja að stjórnvöld gætu ekki af litlu tilefni handtekið þingmann og að koma í veg fyrir málfrelsi og skoðanafrelsi þingmanns.

En lögregla MÁ eftir sem áður handtaka þingmann SÉ hann staðinn að lögbroti.

Og biðja verður leyfis þingsins að hefja málsókn á hendur þingmanni hafi hann sagt e-ð meiðandi eða móðgandi í þingræðu. Venja er hvetja viðkomandi að taka fullyrðingar sínar til baka, eða: endurtaka hin móðgandi ummæli utan þings!

Nokkrum sinnum hefur reynt á þetta.

Hins vegar kom einu sinni til að þingmaður var handtekinn og fluttut nauðugur til Englands í fangelsi! Þetta gerðist en Einar Olgeirsson var jafnframt ritstjóri Þjóðviljans ásamt Sigurði Guðmundssyni, föður Þórhalls leikara, vegna svonefnds Dreifibréfamáls.

Andstæðingur Einars í pólitíkinni, kapítalistinn Ólafur Thors, gekk fyrir skjöldu og barðist gegn þessu ofríki Breta og létti ekki fyrr en Einar og Sigurður voru frjálsir ferða sinna. Sennilega átti þessi viðburður sinn þátt í því að báðir þessir merku þingmenn tóku upp samstarf síðar þegar Nýsköpunarstjórninni var komið á.

Góðar stundir! 


mbl.is Sagði sig „ósnertanlegan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki alveg rétt - Það má handtaka þingmenn eins og hverja aðra, sjá svo 49 gr stjórnarskrárinnar:

49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.

AE (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað viltu gagnrýna?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2012 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband