1.3.2012 | 15:34
Hvað er í gangi?
Þetta er ótrúlegt. Getur verið að einhver hafi gripið fram fyrir hendur ráðherrans?
Gunnar Andersen virðist hafa komið við kaunin á spillingu í skjóli Sjálfstæðisflokksins þegar hann vildi rannsaka einn af gullkálfum Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór styrkjakóng.
Kannski þetta sé ekki rétt frétt.
Ráðherra styður stjórn FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég trúi akkúrat öfugt. Ég held að stjórn FME viti alveg nákvæmlega hvað hún er að gera og fær stuðning frá ráðherra. Þetta á eftir að koma í ljós alltsaman...
Óskar Arnórsson, 1.3.2012 kl. 17:28
Ég er sammála Óskari. Þetta á eftir að koma í ljós.
Ég bið alla góða vætti um að réttlæti náist. Réttlæti er allra hagur, hvar sem fólki hefur verið komið fyrir í stjórnsýslunni. Það er engra hagur að hagnast á óréttlæti, því sök bítur sekan að lokum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 17:37
Ég giska á að einhver allt annar gullkálfur hafi komið við sögu. En það hentar auðvitað að nefna sjalla - en varla er ætlast til þess að við trúum því að sjallar stjórni enn bak við tjöldin?
Kolbrún Hilmars, 1.3.2012 kl. 17:51
Þetta mál er stöðugt að gerast athyglisverðara, sérstaklega hvað varðar sjálfstæðismenn. Út frá þessu mætti halda að árásir á Gunnar hafi stafað beint frá sjálfstæðismönnum sem halda í taumana á stjórnarformönnum fjármálaeftirlitsins...
Nýjustu fréttir herma að Gunnar var í því að rannsaka Guðlaug Þór Þórðarson, og Guðlaugur segist koma af fjöllum um þetta mál :)
Hérna er stórt hneyksli í afhjúpun og augljóst að ekki er öllum kátt hjá sjálfstæðismönnum og frammsókn. Uppgjör í vændum spái ég - hvað annað gæti útskýrt þetta fars?
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 21:01
Þetta er reiptog á milli þeirra krafta sem vilja loka málinu og gleyma öllu og þeirra sem eru í aðstöðu að toga í heiðarlegu spottana af einhverjum krafti. Það eru ótrúlegustu menn sem taka hverja sönnun sem þeir ná í og láða vaða. Gunnar kallinn er engin engill. Og að hann skyldi ekki skilja að þessi stjórnarseta í fyrirtæki í skattaparadís myndi draga dilk á eftir sér, gerir hann ekki bara óhæfan, heldur ekkert sérlega gáfaðan....hvort hann sé óheiðarlegri enn gengur og gerist í þessum bransa, ég efast um það. Það er ekki nokkur leið að reka banka eða fjármálstofnun á einhverjum heiðarleika. Menn verða ekki langlífir í bransanum sem leifa sér að stunda heiðarleika af einhverju viti...
Óskar Arnórsson, 1.3.2012 kl. 22:02
Óskar: hvað áttu við með: þeirra sem eru í aðstöðu að toga í heiðarlegu spottana?
Hvaða spottar eru heiðarlegri en aðrir?
Spurning er hvort þessi athugun á tengslum Guðlaugs Þórs hafi verið eftir óhefðbundnum leiðum. Hafi fyrrum forstjóri viljað gerast „einkaspæjari“ jafnframt að gegna trúnaðarstarfi þá gengur það ekki.
Allt verður að gerast í samvinnu við stjórn Fjármálaeftirlitisins og eftur þeim formlegu verklagsreglum sem tíðkast hafa.
Guðjón Sigþór Jensson, 2.3.2012 kl. 11:14
Margir heiðarlegir vita nákvæmlega hvað er að ske í kringum þá enn geta ekki sannað neitt. Og þeir standa saman. Málið er að sjálfsögðu miklu stærra en það hafi eingöngu verið vegna Guðlaugs Þórs. Enn alla vega bregst Gunnar við eins og sá seki. Hann notar sambönd sín til að ná í gögn á ólöglegan hátt, sjálfsagt var ætlunin að styrkja eigin stöðu. Ég trúi að stjórn Fjármálaeftirlitsins sé í lagi og þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá henni. Fólk er í misjöfnum stöðum í þessu kerfi, og er sumt heiðarlegt. Þeir sem vilja virkilega koma þessu bankahruni upp á borð eru þyrnir í augum þeirra sem vilja kæfa sem mest af málinu. Og menn standa saman í því, hvort sem það er með eða á móti. Eigin hagsmunir koma alltaf í fyrsta sæti...
Þessi "upplýsingasöfnun" Gunnars kom á eftir aðalmálinu. Það er greinilegt að hann er búin að missa allt traust meðal rannsakenda enda hefur hann kanski verið að rannsaka einhver mál sem hann persónulega er innblandaður í...þess vegna er hann líklegast rekinn...
Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 12:04
Hvað veldur því að landsbankastarfsmaður vill ólmur leka út gögnum um Guðlaug? Því miður reyndi hann að koma gögnunum að röngum aðila sem getur ekker aðhafst. Um fjölmiðla gildir annað.
Hérna er búið að leysa úr læðingi draug sem mun bíta einhvern, ekki alveg ljóst að svo stöddu hvort það séu stjórnarformenn, Gunnar, Guðlaugur eða ríkisstjórnin sjálf.
Verða fundarskjöl stjórnarformanna FME gerð opinber? Hvar er að finna og ekki finna í þeim?
Jonsi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 16:47
Fjármálaeftirlitið verður sem aðrar opinberar stofnanir að fara eftir viðhefðum venjum og reglum. Þannig virðist eins og Gunnar hafi ekki átt frumkvæði að fá þessar upplýsingar enda mjög ósennilegt að hann hafi óskað eftir þeim „prívat og persónulega“. Þarna verður að fara eftir ströngum samskiptareglum, þar sem Fjármálaeftirlitið fer fram á að fá tilteknar upplýsingar. Þá getur viðkomandi banki eða stofnun ekki átt frumkvæði að veita slíkar upplýsingar. Í öllum þessum samskiptum þarf að gæta fyllsta öryggis, þannig að upplýsingar fari ekki til annarra en til var ætlast og ekki aðrar upplýsingar en um var beðið.
Eitthvað virðist hafa farið öðru vísi en ætlað er.
Lofsvert er af fyrrum forstjóra að eiga af eigin hvötum að fara til lögreglu til að gefa skýrslu. Ekki þurfti að boða hann og þaðan af síður að leita hann uppi og færa jafnvel með valdi eins og lögreglu er heimilt.
Hversu lengi Guðlaugur Þór fær „að sprikla“ þangað til farið verður í sauman á fjármálum hans er væntanlega aðeins tímaspursmál. Hann var mjög iðinn við að leita til fyrirtækja og fékk þau sum til að greiða tugi milljóna í kosningasjóð hans og Sjálfstæðisflokksins sem er mjög ámælisvert.
Guðjón Sigþór Jensson, 2.3.2012 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.