Mismunun?

Ljóst er að langflestar konur með silikon í brjóstum hafa gengist undir fegrunaraðgerð að eigin ósk og greitt sjálfar fyrir þær aðgerðir.

Hvers vegna geta þær ekki kostað sjálfar fyrir aðgerð að fjarlægja þessi varhugaverðu efni fyrst þær töldu sig hafa efni á að setja silikon í brjóstin?

Augljóst er að ef þessar aðgerðir verða þeim að fullu kostnaðarlausu er verið að mismuna íslenskum borgurum. Ef eg slasast þá verð eg sjálfur að greiða fyrir aðhlynningu og hjúkrun, að mestu. Ef eg fer til tannlæknis til að lappa upp á slæmar tennur, þá borga eg þær viðgerð og allan kostnað sjálfur.

Ef þessar silikonfjarægingaraðgerðir verða þessum konum að öllu leyti gjaldfríar er verið að mismuna þegnunum mjög gróflega. Heilbrigðiskerfið er nú þegar undir gríðarlegu álagi. Það hefur þurft að sæta miklu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum. Aðgerðum hefur verið frestað trekk í trekk, sumum meira að segja mjög mikilvægum.

Það er ekki réttlætanlegt að gefa sumar aðgerðir en rukka að fullu fyrir aðrar. Flestum finnst þessar brjóstastækkanir vera algjörlega óþarfar og því með öllu óskiljanlegt að þær konur sem hafa látið tískuna draga sig út í þetta beri sjálfar að kosta aðgerðirnar að koma brjóstum sínum aftur í það lag eins og náttúran hafði í fyrstu útbúið þær.


mbl.is Allir brjóstapúðar fjarlægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gott og vel ... en svo eru að fæðast börn sem "óbeðið" fæðast td holgóma .. ekki fá þau þessa umönnun hjá þingmönnum og ráðherrum !

Jón Snæbjörnsson, 7.2.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband