26.1.2012 | 09:46
Greiðar upplýsingar í Geirsmáli
Kl.9.22 er þessi frétt komin á vefútgáfu Morgunblaðsins. Það teljast skjót viðbrögð.
Í alla nótt og allan morgun eru þúsundir Íslendinga á leiðinni ýmist í vinnu eða annarra starfa og komast vart leiðar sinnar. Farþegar um Leifsstöð komast hvorki lönd né leið klukkustundum saman. Fjölmörgum skólum á landsbyggðinni eru óstarfhæfir vegna veðurs og ófærðar. Enn er ekki ljóst hvernig færð er og hvernig fólki tekst að komast á milli. En á meðan getum við fylgst strax með nýjustu upplýsingum sem tengjast landsdómsmáli Geirs Haarde.
Þetta eru einkennilegar áherslur. Einnig er að ýmsu leyti furðulegt að vefútgáfan Visir.is greinir nú frá því að Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Sú útgáfa er í eigu Aldar ehf., félags í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en hann var áður eini eigandi útgáfunnar.
Nánar um þetta er á slóðinni: http://www.visir.is/baldur,-armann-og-kjartan-nyir-eigendur-/article/2012120129195
Augljóst er að Hádegismóarnir fylgjast betur með sínum mönnum en því sem meira skiptir fyrir þjóðina. Sleppa öðru sem ekki er þeim jafn hagstætt eins og viðkvæmum upplýsingum sem tengjast umdeildum mönnum við Sjálfstæðisflokkinn. Í hugum flestra er mál Geirs þannig farið, að sennilega verði það best í höndum Landsdóms. Í Fréttablaðinu í dag er t.d. mjög velrituð grein eftir Arnbjörgu Sigurðardóttur héraðsdómslögmann: Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde. Skyldi ekki vera meiri þekking á mannréttindum og stjórnskipunarrétti meðal dómenda í Landsdómi en víðast hvar annars staðar? Ef ákæran verður dregin til baka þá verður Geir og Sjálfstæðisflokknum sjálfsagt endalaust núið um nasir um undirferli og pukur gagnvart þjóðinni. Ef Landsdómur fær frið fyrir hamagangi Bjarna Ben. og fleiri vina og vandamanna Geirs þá verður hann annað hvort dæmdur sekur eða sýknaður að bestu manna yfirsýn. Þessi uppákoma virðist öll því marki brennd að Sjálfstæðisflokkurinn kappkosti með öllum ráðum og dáðum að koma í veg fyrir að Landsdómur dæmi í þessu vægast sagt einkennilega máli.
Áherslur fjölmiðla eru eðlilega mismunandi. En Hádegismóastefnan á sér fáa formælendur.
Með þeirri frómu ósk að Bjarni sjái sóma sinn í að draga þingsályktun sína til baka. Hún er mjög vanhugsuð enda ekki í samræmi við sjónarmið Bjarna í máli 9 menninganna. Þar fer hann í gróft manngreiningarálit og honum til mikils vansa.
Þá er óskandi að þeir þúsundir landar okkar nái í áfangastað heilir á höldu gegnum miskunnarlausan veðurofsa og ófærð.
Vinsamlegast og góðar stundir!
Mosi
Þingið getur afturkallað ákæruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði verið heppilegra ef lögfræðingurinn sem þú vitnar til hefði lesið þingsályktunartillöguna áður en hún skrifaði greinina. Þá hefði hún getað forðast að gera flutningsmanninum upp röksemdir sem hvergi koma fram í tillögunni. Í tillögunni eru tvær meginröksemdir settar fram. Í fyrsta lagi að margskonar upplýsingar hafi komið fram síðan ákært var sem sýni að ábyrgð hérlendra stjórnvalda hafi langt í frá verið sú sem menn gerðu sér í hugarlund í upphafi, heldur hafi verið um alþjóðlega kreppu að ræða og engin leið fyrir íslensk stjórnvöld að bregðast við því á fullnægjandi hátt. Hins vegar að mikilvægustu liðir ákærunnar hafi verið felldir niður í Landsdómi og þingið hefði aldrei lagt fram ákæru á grundvelli þeirra liða sem eftir standa. Að lokum er nefnt að með niðurfellingu megi forðast þann mikla kostnað sem framhald málsins kalli á, en þetta er þó ekkert aðalatriði.
Það er sem sagt fjarri lagi að þingsályktunartillagan byggi á tilvísun til mannréttinda ákærða, á þau er hvergi minnst. Grein lögfræðingsins byggist annað hvort á þekkingarleysi eða óheiðarleika. Kannski báðum.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2012 kl. 10:13
Landsdómi var upphaflega ætlað að vera virkt aðhald framkvæmdavaldinu. Kannski að skýringin á því hve framkvæmdavaldið hefur borið dómsvaldi og löggjafarvaldinu ofurliði er, að Landsdómi hafi aldrei áður verið falið að kveða á um ágreining milli hinna 3ja þátta ríkisvaldsins. Oft hafa ráðherrar verið með dómstólana í vasanum. Eru ekki nánast allir dómendur í Hæstarétti skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins? Það er ekki fyrr en nú að Ögmundur fær það vandasama hlutverk að skipa næstu dómendur. Í flestum réttarríkjum þarf staðfestingu þingsins fyrir skipun ráðherra í Hæstarétt.
Átta mig ekki alveg á fullyrðingu þinni Þorsteinn að Arnbjörg hafi ekki kynnt sér þetta mál gaumgæfilega. Æskilegt væri að fá nánari rökstuðning.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 10:21
Á ekki frekar að fagna því að mismunandi fjölmiðlar séu með mismunandi áherslur? Eiga áherslur DV sér marga formælendur? Fagna þeir sem styðja ekki aðild Íslands að ESB áherslum Fréttablaðsins? Eða RÚV?
Annars er einkennilegt að halda ákæru á nafna mínum Haarde til streitu miðað við það sem komið hefur fram eftir að Alþingi, sem ákærandi, ákvað að ákæra. Meira að segja þingmenn, sem studdu ákæruna, hafa nú lýst því yfir að þeir séu ekki vissir í sinni sök þegar kemur að meintri sekt GHH. Og ef við höldum enn þrjóskulega fast í þá hugsun að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð, þá eiga þeir hinir sömu að draga til baka stuðning sinn við ákæruna.
Nú fyrir utan að hérna er verið að hengja bakara fyrir smið, hvorki sekt né sýkn þarþarseinasta forsætisráðherra mun breyta neinu um það sem gerðist (a.m.k. lætur núverandi ríkisstjórn eins og hún hafi ekki lært neitt af hruninu), og þetta er dýrt lítið ævintýri sem lyktar sterkt af pólitískum ásetningi frekar en einhvers konar "uppgjöri".
Geir Ágústsson, 26.1.2012 kl. 10:34
Rökstuðningurinn er hér að ofan. Ef þú vilt rýna frekar í hann skaltu lesa grein hennar. Lestu svo þingsályktunartillöguna. Þá sérðu að röksemdirnar sem hún segir að finna í tillögunni eru einfaldlega ekki þar.
Landsdómi er ekki ætlað að skera úr um ágreining milli þriggja þátta ríkisvaldsins. Ég veit ekki hvaðan sú hugmynd kemur. Honum er ætlað að dæma í málum ráðherra séu þeir taldir hafa gerst brotlegir við lög.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2012 kl. 10:40
Upphaflegu lögin um Landsdóm tengdust öðrum lögum um ábyrgð ráðherra sem fyrst var einungis einn. Þar var gert ráð fyrir að ráðherra gæti bakað sér ábyrgð gagnvart þinginu. Þar var löggjafarvaldið að tryggja hagsmuni sína gagnvart framkvæmdavaldinu.
Í byrjun 20. aldar voru svonefnd Skúlamál mjög minnisstæð. Þar kom fram mjög gróf misnotkun á opinberu valdi gagnvart einum manni, Skúla Thoroddsen sem meirihluta þingsins vildi bæta að einhverju leyti þann skaða sem landshöfðingi hafði valdið. Þessi lög um ábyrgð ráðherra og um Landsdóm eru sett m.a. með þetta tilvik í huga.
Þaðan er hugmyndin komin en fyrirmyndin kemur frá Dönum.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.