Og hvers vegna fer SUS ekki líka?

Þessi hópur ætlar sér ALDREI að viðurkenna að það var Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hafa borið uppi spillinguna uppi á Íslandi. Þeim finnst sjálfsagt að gráta krókódílatárum yfir því að seint verður unnið á atvinnuleysinu og „láta hjól atvinnulífsins snúast“ eins og þeirra maður í Vinnuveitendasamtökunum er alltaf að hjala um.

Auðvitað gera þessir strákar sér ekki grein fyrir neinu sem þeirra flokkur ber ábyrgð á. Þar er aðeins hugsað um gróðann, eiginn hag og að Geir Haarde verði ekki fundinn sekur fyrir kæruleysið.

Mín vegna mega þessi samtök flýja land. Það yrði kannski landhreinsun af þessum Heimdellingum sem sjaldan hafa stigið í vitið, - þegar gróðavitinu sleppir. Þeir eru fundvísir á auðinn sem oft er um stundarsakir í bönkum og í eigu gamla fólksins sem nurlað hefur smáupphæðum saman og lífeyrissjóða.

Sussarar mega gjarnan taka sér eldra fólkið sér til fyrirmyndar. Þar er sparnaður yfirleitt í fyrirrúmi. Svo mættu þeir innbyrða góðan skammt af fræðum Hannesar Hólmsteins um eyðendur og greiðendur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sólundaði auði þjóðarinnar, sem endaði hjá gróðapungum íhaldsins, hluti auðsins lenti meira að segja í höndum allmargra íhaldsmanna meðal yðar!

Svo sá sem saklaus er , kasti fyrsta steininum! 


mbl.is Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband