Hvers virði er auðurinn?

Sérvitringurinn Robert Fischer lifði síðustu árin eins og umrenningur í íslensku samfélagi. Hann leitaði ekki læknis fyrr en of seint og deyr úr sjúkdómi sem auðveldlega hefði verið unnt að lækna hefði hann sótt fyrr til heilbrigðiskerfisins.

Hann virðist hafa verið mun loðnari um lófana en nokkurn hefur grunað. Því miður naut hann auðæfanna ekki og nú fara þeir til ráðstöfunar aðila langt utan landsins.

Auðurinn er einskis virði þegar hann nýtist eiganda hans ekki. Hvað hefði verið unnt að gera fyrir allt þetta fé? Það hefði mátt kaupa nokkrar jarðir og gróðursetja milljónir trjáplantna þar sem náttúrulegur arður verður til og nýtist komandi kynslóðum.

Skógur er vænleg framtíðarsýn. Með skógrækt má leggja fé í fjárfestingu sem nýtist kynslóðum framtíðarinnar. Til verður náttúruauðlind sem verður yndi og auðsuppspretta framtíðarinnar.


mbl.is Fischer átti 475 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband