Skynsöm ákvörðun

Ákvörðun Ólafs að setjast í helgan stein er mjög skynsamleg. Því miður varð hann fyrir því óhappi að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar sem nú rífst að því virðist endalaust hvort væri skynsamlegt að grípa fram fyrir ríkisstjórnina um samninga um lok Icesave við Breta og Hollendinga. Allt eins getur verið að dómstólaleiðin verði mun dýrari en samningaleiðin enda kunnugt að þegar kergja er, þá eru gerðar ítrustu kröfur.

Samningar eru alltaf hyggilegri og sama hvaða skoðanir fólk hefur á þeim. Auðvitað vildi enginn greiða skuldir óreiðumanna. Nóg eiga menn með sig. Hins vegar vill hluti þjóðarinnar telja sér trú um að ekki séu til næg efni fyrir skuldunum í þrotabúi Landsbankans. Annað hefur komið á daginn og ef þessar atkvæðagreiðslur hefðu ekki orðið, væru þessi Icesave mál þar með afgreidd.

Nú hyggst Ólafur draga sig í hlé og fer vel á því. Nú má reikna með að margir renni hýru auga til Bessastaða og gangi undir manns hönd í liðsbón.

Óskandi er að 6. forseti lýðveldisins sé víðsýnn og farsæll í starfi.

Góðar stundir.


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband