Á byskup að taka afstöðu til deilumála?

Þegar byskup talar leggur fólk við hlustir. Karl bysku er mikið ljúfmenni og vill öllum vel. En á byskup að taka afstöðu opinberlega í sakamálum?

Auðvitað er ákæran gegn Geir Haarde mörgum mikið áfall. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur greinilega fram að alvarleg brot voru framin í aðdraganda hrunsins. Gerir Haarde var verkstjórinn í þáverandi ríkisstjórn og aðhafðist ekki nett sem gæti forðað tjóni. Slegið var á framrétta hönd Breta að vinda ofan af ofvexti bankanna sem buðu aðstoð sína.

Í lögfræðinni geta menn bakað sér refsiábyrgð ekki aðeins vegna saknæmra verknaða heldur einnig vegna sinnuleysis að gera eitthvað til að forða tjóni. Nú vil eg taka fra, að eg er ekki talsmaður harðra refsinga. Í máli Geirs ættu að nægja sektir og réttindamissir, t.d. yfirgengin lífeyrissjóðsréttindi umfram það sem venjulegir lífeyrisþegar mega vænta.

Hvað segir byskup um kærur vegna annarra mála? Væri það eðlilegt að byskup segi viðhorf sín til annars en það sem tengist beint starfi hans? Á 19.öld sat byskup á þingi, var þannig oft valinn sem konungkjörinn þingmaður í þágu hægri stjórnarinnar í Danmörku. Þá tók hann afstöðu til hápólitískra mála. Þessi tími á að vera löngu liðinn.

Auðvitað á byskup sömu réttindi til tjáningafrelsis sem aðrir borgarar. En þar verður að skilja milli embættis og prívatmannsins.

Góðar stundir.


mbl.is Þurfum að horfa í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Biskup er með einföldu.  Stafsetningarreglurnar eru kenndar í barnaskóla.  Af myndinni að dæma ættir þú ekki að  vera búinn að gleyma reglunum ef þú hefur lært þær á annað borð.....

Jóhann Elíasson, 1.1.2012 kl. 13:53

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Byskup er eldra en biskup í heimildum. Byskuparsögur eða Biskupasögur?

Þannig ritaði ekki ómerkari sagnfræðingur Páll Eggert Ólason ætíð byskup með y! Hann varði doktorsritgerð fyrir um 90 árum við Háskóla Íslands sem fjallaði um Jón Arason byskup. Varð það 1. bindið í 4ra binda ritverki sem Páll nefndi Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. Er það eitt mesta sagnfræðirit sem fjallar um 16. öldina og upphaf þeirrar 17. mjög merkt rit sem oft er vitnað til.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2012 kl. 14:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru til mörg dæmi um að menn hafi notast við eigin stafsetningu og alveg komost upp með það, frægasta dæmið er sennilega Halldór Laxnes, en það er ekki þar með sagt að þeirra stafsetnig sé sú rétta.  Þú nefnir 90 ára gamla doktosritgerð Pál Eggerts Ólafssonar, sem einmitt var skrifuð á þeim tíma , sem svona sérviska þótti "cool" en það má líka benda á það að margt breytist á 90 árum.............

Jóhann Elíasson, 1.1.2012 kl. 14:47

4 identicon

Jóhann, leggur þú eitthvað mat á innihald og meiningu, eða ert þú bara svona stafsetningareinhverfingur?

Jonsi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:20

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skil ekki fólk sem talar um stafsetningu á mállýsku sem engin hefur áhuga á nema þeir sjálfir sem búa í landinu og einhverjir einstaka sérvitringar út í hemi. það er næstum að maður fari hjá sér af barnaskapnum.

Og sjálfur biskupinn eða byskupinn, er einmitt af þessu sama undarlega ættflokki innan Íslands, sem er búin að rústa efnahag og sálarlífi venjulegs fólks af einn og sömu ástæðu. Grægi og valdafíkn. Kanski af því að þeir eru sálarlausir draugar úr forntíðinni sem líta út eins og manneskjur í nútíðinni.

Menn fara í skóla til að mennta sig og læra. Ekki til að breyta sjálfum sér í menntahrokagikki sem ganga um og slá um sig með innatómri vitneskju og koma síðan því einu á framfæri hvað þeir séu raunverulega utan við lífið sjálft...

Það var gefin út þýsk bók um Ísland fyrir 80 eða 90 árum og þar var sagt frá sýslumanni sem talaði bara latínu og grísku þegar þýsku ferðalangarnir komu í heimsókn, hvernig sem íslenski leiðsögumaðurinn og túlkurinn hamaðist með móðurmálinu. Einmitt þessi fáranlega sýning sýslumanns og leiktilburðir, urðu bara til þess að hvert barn sem las þýsku ferðabókina annaðhvort vorkenndi íslendingum eða hló að þeim. Það er hallærislegt þegar fólk reynir að koma að undarlegri sýniþörf að með því að blanda rugli inn í umræðunna.

Enn pistillinn um biskup er alveg réttur. Biskup er bara sorglegur maður í embætti og með hempu sem hefur enga þýðingu lengur. Sjálfsagt ekkert að honum persónu nema að lifa í hugarheimi forneskju. Það er alla vega liðin tíð að nokkur heilvita maður taki þetta embætti alvarlega. Komin tími til að henda þessu embætti inn á þjómynjasafnið innan um hinar beinagrindurnar...

Gott nýtt ár allir saman, og nú er um að gera sitt besta og reyna að fá vit í þetta land aftur. Það mun ekki gerast með hjálp biskupsstofu...

Óskar Arnórsson, 1.1.2012 kl. 18:36

6 Smámynd: Landfari

Það er nú svo margt sem þú ekki skilur Óskar minn að það eru engar fréttir að þú skiljir ekki fólk sem finnst það skipta máli að koma rituðu máli frá sér á skiljanlegan hátt.  Þú gerir t.d. engan mun á orðunum "en" og "enn" og virðist enga grein gera þér fyrir að það getur stundum gert þinn texta enn torlæsilegri en hann þyrfti að vera því nóg er nu samt. Auðvitað rekur mann stundum í vörðurnar og man ekki hvort hér eða þar á aðvera y eða ekki en ef maður er ekki leiðréttur þá lærir maður ekki og heldur vitleysunni áfram. Þá má hinsvegar leiðrétta menn á smekklegri hátt en Jóhann gerir og þá gjarnan í framhjáhlaupi í tjáslu við efnislegt innihhald textans. 

Fyrir mér lítur þetta út eins og Jóhann sé ósáttur við þessa bloggfærslu Guðjóns en hafi enga efnislega athugasemd við hana. Ber svolítinn keim af því að ráðast að persónunni þegar rökin skortir.

Landfari, 1.1.2012 kl. 21:00

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er eingöngu ósáttur við stafsetningarkunnáttuna (eða réttara sagt stafsetningarkunnáttuleysið), sem kemur fram í þessari grein en efnislega hef ég ekkert um þetta að segja, svo "Landfari" er ekki á réttri braut þgar hann eys úr viskubrunni sínum yfir okkur........

Jóhann Elíasson, 1.1.2012 kl. 21:38

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg rétt hjá þér Landafari að ég skil ekki allt og það eru ekki fréttir fyrir mig. Það er engin munur á enn og en og skiftir engu máli á íslensku. Og það er ekkert samband milli réttritunar á bloggi og málefnissins. Ég blogga af og til og nota þá þýðingaforit til að hjálpa mér, aðeins skiptir máli að gera sig skiljanlega.

Það sem aftur á móti gerir marga óskiljanlega eru einmitt þessar nöldrandi aðfinnslur, og það er fyrir löngu búið að loka á alla útlendinga á Íslandi með þessum ekta íslenska dónaskap sem engin skilur nema þeir sjálfir. Mér finnst hann reyndar hressandi enn margir útlendingar fara í vörn...

Ég hef ekki enn hitt neinn sem ekki skilur mig. Enn sértu búin að skrifa sænsku í tuttugu ár, á ferði að missa tökin á því hvaða orðaröð er íslensk og hver sænsk. Það kemur síðan niður á báðum málumunum. Á ensku er þetta ekki vandamál...

Annars ætti að siga öllum málvöndunarsnillingum og láta þá krítisera messurnar í kirkjunum og ræður þingmanna í alþingissölum. Þar mætast akkúrat tveir hópar sem geta ekki verið dapurlegri í mínum augum, ekki allir að sjálfsögðu en allt of margir... ;)

Óskar Arnórsson, 1.1.2012 kl. 21:42

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka ahugasemdir.

Fornritin voru ekki rituð með samræmdri stafsetningu. Hún er 20.aldar fyrirbrigði og má rekja til Jónasar frá Hriflu sem setti þessar reglur 1929. Í þessum reglum voru mjög nákvæmar stafsetningarreglur þ. á m. um bókstafinn Z sem eðlilega margir Íslendingar voru lengi að vandræðast með. Þessar reglur gáfu sumum kennurum í íslensku kærkomið tækifæri að skipa nemendum eftir getu í samræmi við þessar reglur. Samin voru vægast sagt mjög snúin stafsetningarpróf til að gera þetta eins flókið og unnt var. Árangurinn var sá að margir með Halldór Laxness í fararbroddi fengu tilefni að hafa sína eigin stafsetningu.

Z-an var alltaf umdeild. Allar götur frá því að Hriflon setti reglurnar mátti aldrei sjá Z á síðum Morgunblaðsins. Árið 1974 ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, að fella niður Z úr íslensku. Sverrir Hermannsson hélt langa varnarræðu á Alþingi og sá þessari ákvörðun Magnúsar allt til foráttu. Í raun vildu íslenskukennarar auka vægi íslenskra bókmennta í íslensku og Magnús hlustaði á þá.

Allt í einu uppgötvuðu Morgunblaðsmenn þennan bókstaf og hafa haldið dauðahaldi í hann síðan en öll skólakynslóðin íslenska varpaði öndinni léttar. 

Samræmd stafsetning á að vera til að auðvelda samskipti og ljóst er að það fyrirkomulag er betra bæði fyrir börn, unglinga og eldra fólk. Þá má ekki gleyma þeim sem búa hér á landi og eiga íslensku ekki að móðurmáli.

Vona að einhverjum þyki gaman af þessum fróðleikspunktum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2012 kl. 21:46

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stórmerkilegt að lesa kommentið þitt Guðjón. Ég hef ekki tekið eftir því fyrr enn núna, en ég er ekki frá því að íslenskan þín sé þéttari að innihaldi, gagnorðari og skipulagðari á skrifuðu máli enn gengur og gerist.

Það sést alla vega skýrt á skrifum þínum að þú kannt að texta greinilega betur enn margir aðrir hér á blogginu...ég myndi þurfa á þessum hæfileika að halda á sænsku máli...

Óskar Arnórsson, 1.1.2012 kl. 22:10

11 Smámynd: Landfari

Jóhann, ef þú hefðir eingöngu, eins og þú segir í þriðju tjáslu þinni (#7) verið "ósáttur við stafsetningarkunnáttuna" þá hefðir þú látið fyrstu fjögur orðin nægja. Í stað þess talar þú niður til Guðjóns í vandlætingartón um barnaskóla og myndina af honum.

Óskar, ég get vel skilið að það sé erfitt að viðhalda góðu ritmáli þegar maður notar það lítið sem ekkert áratugum saman eins og virðist í þínu tilfelli. Einn mér nákominn skrifaði alltaf vatn með tveimur t-um eftir að hann kom heim frá námi í Svíþjóð. En það breytir því ekki að "en" og "enn" er sitthvort orðið með sitt hvora merkinguna, ekki mismunandi ritháttur á sama orði. Það er ég búinn að benda þér á áður og maður af þínu "caleberi" getur svo hæglega ef hann vill greint þarna á milli. 

Guðjón, ég man svo vel eftir því hvað maður varð guðs lifandi fegni þegar z var lögð niður. Það var rétt áður en hún var á námsskránni hjá mínum árgangi og maður beið bara eftir að helv.. Y færi sömu leið en það varð nú ekki. (ekki enn alla vega) Enda ólíku saman að jafna.

Fyndið samt að hér er komin á annan tug tjásla við skrif þín um, það sem ég skil sem þér finnist, óviðeigandi ummæli biskups í ræðustól. Engin þeirra fjallar samt um efnið. 

Landfari, 1.1.2012 kl. 22:59

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ja, ég skrifaði nú sérstakt blogg um biskupinn og hélt mér við efnið allan tímann...svo eiginlega er ég búin með minn part af umræðunni enda finnst mér umræðuefnið um þetta embætti biskups alveg mega lyftast fram. það er svo mikið af heilögum mönnum, embættum og sviðum sem ekki má krítisera, hvað þá að leggja niður sem óþarfa að þetta er eins og enn einn sóðaskapurinn sem þarf að leggjast niður.

Biskupinn gegnum Kirkjuþing er nýbúin að mælast til þess að Ríkið verði bundið kirkjuni í gegnum Stjórnarskrá þegar henni verður breytt!. Og það er skelfilegt hvað það er lótill áhugi fyrir svona stórum málum. það er rifist um stílabækur barna og hvort veikir á elliheimilum eigi að hafa smjör á brauðinu á hverjum degi eða bara annaðhvorn dag. Enn menn skríða fyrir kirkjunni sem drottnar á sinn hátt. ."Lengi lifir í gömlum glæðum" og kirkjunar menn eru ekki vitlausari enn svo að þeir spila sömu plötunna þar til hún hættir að virka.

Kostnaðurinn af þessum skrípaleik kirkjunar eru með ólíkindum, og samt er það ekki eina ástaðan fyrir því að það verður að hætta þessu. Hræðslan við kirkjuna er búin að éta sig inn í cellur fólks og veldur misskilningi um Guð...

Óskar Arnórsson, 1.1.2012 kl. 23:52

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka aths.

Óskar: Við getum þjálfað okkur mjög vel með því að lesa reglulega góða og vandaða texta og reyna að tileinka okkur þá tækni. Íslendingasögurnar eru gersemar í þessu. Þar er e.t.v. sagt heilmikið í einni setningu: Ung var eg gefin Njáli, Þeim var eg verst sem eg unni mest o.s.frv. Laxness og Þórbergur og fleiri góðir höfundar eru einnig fínir. Og í guðanna bænum ekki taka málfar Vigdísi Hauksdóttur sér til fyrirmyndar. Hún er alveg skelfileg í sínum sóðakjafti.

Varðandi kirkjuna þá eru kirkjunnar þjónar mjög meðvitaðir um mikilvægt hlutverk sitt. Í samfélaginu er trúin sem nokkurs konar límefni sem heldur heildinni saman. Þessu fylgir vald sem þarf að fara vel með rétt eins og forsetavaldið en um helmingur þjóðarinnar telur Ólaf Ragnar hafa misstigið sig nokkuð illa á því og vilja fá annan forseta.

Landfari: Vorið 1967 þeytti eg svonefnt „landspróf“ sem var aðgöngumiðinn að geti stigið fæti inn í menntaskólaverksmiðju og nema þar. Að þessu sinni var íslenski stíllinn bókstaflega gegnsósa af z gildrum. Þetta var fjári snúið fyrir suma meðan öðrum tókst að sigla fimlega milli skersins og bárunnar.

Með bestu kveðjum.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2012 kl. 10:59

14 identicon

Sorry en trúin er ekki eins og límefni sem heldur heildinni saman; Það vita allir að trú er sundrungar afl, svona anti-lím. Þetta eru ættbálkastríðstól... ef einhver vil tala um að td kristni lími eitthvað saman, þá er ekki úr vegi fyrir viðkomandi að skoða þær 30 þúsund + útgáfur af kristni.

Við vitum öll að trúarbrögð Abrahams eru aumkunarverð, fáránleg steypa sem ekkert gott getur hlotist af... nema fyrir presta og aðra sem líma sig fasta á bakið á ykkur og mergsjúga ykkur alveg ofan í kistuna

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 12:18

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég held að ég hafi auga fyrir góðum texta á þremur tungumálum, enn kann ekkert að skrifa sjálfur. Ég fór einhverntíma í Landspróf í Vonarstræti, enn var rekin rétt fyrir próf. Hefði líklegast náð því, enn mig vantaði ekkert þá menntun sem stóð til boða.

DoktorE! "Guð" eða orkan sem við köllum Guð sjálfur er "límefnið" sem heldur öllu saman. Það er orka, mælanleg fyrir vísindamenn þá sem nenna að sækja sannanirnar, og er kölluð ást stundum eða kærleikur. Og þessi orka er lifandi og er meðvituð. Ekkert öðruvísi enn við sjálfir.

Þú ert orðin svolítill trúmaður af þessum antitrúarrekstri þínum Doktorinn. Málið er að fólk er með jólasveinahugmyndir um Guð og þess vegna missa menn af svo mörgu. Það eru trúarbrögð í sjálfu sér að ákveða að eitthvað sé til eða bara alls ekki til. Þá er það sannfæringarkrafturinn sjálfur sem framkallar það sem við köllum trúarbrögð í daglegu tali. Ég get ekki betur séð enn að þú sért hætt komin í trúarbragðavitleysunni.... ;)

Óskar Arnórsson, 2.1.2012 kl. 15:31

16 Smámynd: Landfari

Það er ekki að spyrja að því að um leið og minnst er á trúarbrögð er "DoktorE" mættur á svæðið með sín trúarbögð. Einkennilegt hvað maðurinn er heltekinn af þeirri trú að guð sé ekki til. Þessari trú sinni þarf hann að koma að á öllum bloggum þar sem minnst er á trúarbrögð og ekki sáttur ef menn trúa honum ekki. Ég hef hvergi kynnst eins miklu trúboði hjá einum manni og doktorinn stundar. Kanski er það bara af því að ég er alltaf upptekinn þegar Vottarnir banka uppá hjá mér.

Guðjón, þú átt alla mína samúð fyrir að hafa lenntí Z-unni

Landfari, 2.1.2012 kl. 20:46

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi trúna þá er haft eftir franska heimspekingnum Pascal að ef guð væri ekki til, þá væri okkur nauðsynlegt að búa hann til! Trú hefur oft hjálpað mörgum og er tengd voninni. Þannig hafa margir ofdrykkjumenn og fíkniefnaneytendur komist út úr neyslu með vonina sem kristin trú býður upp á. Ekki tel eg mig neitt sérstaklega trúaðan, hef ennþá það sem nefnd var barnatrú. Mér finnst allt í lagi að hver hafi þetta eins og hann vil en er ekki að þröngva sínum trúmálum yfir á aðra.

Varðandi Votta Jehóva þá líta þeir á aðra mótmælendur sem villuráfandi sálir! Ef þeir knýja dyra hjá þér Landfari, gríptu til hvítu lyginnar og segðu þeim að þú sért kaþólskur! Þeir þakka pent fyrir sig enda virða þeir kaþólskuna og gyðingdóm sem er okkur nokkuð meira framandi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2012 kl. 23:44

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

.... hehe... þa' er ábyggilega erfitt líf að vera trúboði sama hvaða stefna það er. Allt trúboð hlýtur að vera misskilningur og ábyggilega verra en foreldrar sem pína börnin sín að læra eitthvað sem þau hafa engan áhuga á.....Þetta með Jehova trixið er alveg frábært!...;)

Óskar Arnórsson, 3.1.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband