Vitaóþörf þingsályktunartillaga

Sennilega svíður stjórnarandstöðunni þessi ákæra á hendur Geir Haarde mjög. Hann sem forsætisráðherra og sérfræðingur í þjóðhagfræði mátti vera ljóst hvert stefndi. Hann gerði ekkert til að forða okkur frá bankahruninu. Hann steinsvaf á verðinum og svo var í Stjórnarráðinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka. Alls staðar steinsváfu menn á verðinum meðan braskaranir tæmdu bankana og fjármálafyrirtækin.

Þegar skipsstjóra verður á í messunni, þá ber hann ábyrgð á áhöfninni, skipi og farmi. Honum ber skylda að sýna varkárni og reynslu í störfum sínum. Ekkert var gert í Stjórnarráðinu fyrr en allt var um seinan. Þjóðarskútan strandið og þar var Geir Haarde við stýrið.

Alþjóðasamfélagið var gapandi yfir aðhaldsleysinu og kæruleysinu í Stjórnarráðinu í aðdraganda hrunsins. Ekkert var gert til að afstýra því. Hingað komu sérfræðingar á sviði hagsýslu, hagfræði, alþjóðlegrar hagstjórnar, peningamarkaða, bankamála og þar fram eftir götunum. Þeir vöruðu við kæruleysinu að eitthvað varð að gera.

Því miður voru Geir og félagar hans uppteknir við að gera ekkert neitt. Það mátti ekkert trufla frjalshyggjudrengina við að naga innan bankana og fyrirtækin enda höfðu miklar gjafir borist í kosningasjóðina.

Auðvitað verður þessari þingsályktunartillögu vísað frá með rökstuddri dagskrá.

Geir Haarde mætti sýna af sér iðrunarmerki og biðjast vægðar. Honum varð á í messunni og eðlilegt er að hann axli þá ábyrgð sem honum ber.

Góðar stundir!


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þessi texti ber með sér helztu einkenni þessara málaferla nefnilega að setja pólitísk átök á svið sem réttarhöld. Við höfum sem betur fer ekki fyrr farið inn á svið pólitískra réttarhalda og væri óskandi að hægt væri að snúa af þeirri braut áður en meira tjón hlýzt af.

Það sem þú nefnir sem aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins er vissulega efni til skoðunar en ekki í réttarhöldum. Það er líka brýnt úrlausnarefni að komast að því hvers vegna ekkert hefur verið gert síðan í mörgum þessara mála. Eignarhald bankanna er t.d. enn óljósar núna en fyrir hrun. Arion banki var að bjóða út Haga og "fann" þegar langt var komið hálfan milljarð sem bætti mjög stöðu þessa fyrirtækis. Hverjir voru búnir að kaupa? Eftirlitið sem haldið er fram að hafi átt að geta lagað alla hluti hefur ekki batnað meira en þetta, ef það hefur þá batnað nokkuð.

Skúli Víkingsson, 15.12.2011 kl. 18:44

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er nú ekki aðeins stjórnarandstöðunni, sem svíður undan þessari ákæru á hendur Geir, heldur þjóðinni almennt, að vísu fyrir utan furðufugla og hælbíta úr villta vinstrinu á borð við þig Guðjón. Blasir ekki við að stjórnarsinnar eru farnir að óttast fordæmið, sem var lagt með þessari fáránlegu ákæru. Hverjum glymur klukkan næst, það er spurningin?

Gústaf Níelsson, 15.12.2011 kl. 21:39

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þessi skrif þín Guðjón eru jafn lituð af pólitísku hatri og gjörningurinn gegn Geir var og er. Það er rétt hjá þér að öll áhöfnin virtist hafa verið sofandi þegar gjörningaveðrið reið yfir og rétt hjá þér að Geir var við stýrið, en það er rangt hjá þér að skútan hafi strandað. Geir tókst nefnilega, (sem nú er almennt viðurkennt um allan hinn vestræna heim og kallað íslenska leiðin) að stýra skútunni út úr brimsköflunum á lygnari sjó á meðan meðstjórnendurnir forðuðu sér hver af öðrum í var og kenndu honum svo einum um ófarirnar. Heigulshátturinn algjör og aumingjaskapurinn hjá þessari aumu skipshöfn Geirs á þessum skelfilega tíma. En það var honum sennilega mest að þakka að skútan fórst ekki þarna í brimsköflunum. Fyrir það situr hann nú og bíður dóms fyrir alla skipshöfnina. Finnst þér nú ekki að það hefði a.m.k. átt að draga stýrimennina fyrir dóm með honum að maður tali nú ekki um alla skipshöfnina?

Viðar Friðgeirsson, 15.12.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til áréttingar þá hafa pólitísk málaferli verið alloft hér á landi.

Við getum nefnt nokkur dæmi:

Skúlamálin 1892-1895. Réttvísin gegn Skúla Thoroddsen (1859-1916). Þau voru sennilega ein grófasta misnotkun opinbers valds gegn manni sem reyndist saklaus. Skúli var sýslumaður á Ísafirði, ritstjóri og þingmaður.

Hvíta stríðið. Ofsóknir gegn Ólafi Friðrikssyni ritstjóra.

Gúttóslagurinn 7.nóvember 1932: tugir manna, flest verkamenn og konur ákært fyrir að berjast fyrir mannsæmandi launum í atvinnubótavinnu.

30. mars 1949: Tugir manna ákærðir, dæmdir og sviptir mannréttindum á borð við kosningarétt. Jafnvel maður einn var ákærður og dæmdur sem síðar kom í ljós að var ekki á Austurvelli þá atburðurinn var.

Um 1970 var stífla rofin í landi bænda við Mývatn. 85 manns ákærðir og dæmidir sekir í héraðsdómi. Hæstiréttur sýknaði alla enda var sannanlegt að stíflan hafði verið byggð án samþykkis bænda. Einn merkasti dómur sem staðfestir rétt manna að verja hagsmuni sína.

Fleiri dæmi má nefna en hér verður staðar numið. Framangreind dæmi úr réttarsögunni eru svo sannarlega bundin við pólitískar og umdeildar ákvarðanir. Ákæran gegn Geir er ekki endilega pólitísk. Í alþjóðasamfélaginu þykir sjálfsagt að ráðamenn sæti ábyrgð og í þessu tilfelli ráðherraábyrgð. Geir bakaði sér ábyrgð með sinnuleysi og algjöru aðgerðarleysi í aðdraganda bankahrunsins þrátt fyrir mörg dæmi um að hann hefði verið varaður við í tíma.

Gústaf: þú nefnir fordæmisgildi þessarar ákæru. Ef ráðamenn breyta rétt og sinni sínu starfi eftir bestu getu, er þá tilefni til ákæru?

Auðvitað hefði þurft að draga fleiri til ábyrgðar Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Finn Ingólfsson, Árna Mathiesen, Ingibjörgu og sjálfsagt fleir. En Geir var kapteinninn í brúnni þegar Þjóðarskútan strandaði, Dabbi og Dóri höfðu stokkið fyrir borð og erfitt reynist fyrir réttvísina að ná þeim.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 23:15

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mín vegna máttu Guðjón lesa söguna eins og Skrattinn Biblíuna. Það er fordæmislaust að alþingi ákæri ráðherra með þeim hætti sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins lögðu á ráðin með gegn formanni Sjálfstæðisflokksins. Að vísu munaði hársbreidd að Árni Matt. fylgdi með í kaupunum. Þar munaði bara um Össur vænti ég. Málin sem þú nefnir eiga bara alls ekki við í þessu samhengi, nema mál Skúla, sem reis í andrúmslofti, sem á sér engan samjöfnuð við nútíma lýðræðis- og stjórnsýsluhætti. Hin málin sem þú nefnir eru aðeins klassísk réttlætingarmál vinstri róttæklinga, sem jafnan halda að þeir séu beyttir óréttlæti, og ofbeldi eftir atvikum, sé þeim andmælt. Dómarar á Íslandi hafa alltaf verið skítsmeykir við að refsa íslenskum vinstri öfgamönnum, þegar þeir hafa beitt ofbeldi og brotið lögin. Það er eiginlega klassísk dómaframkvæmd hér á landi og var beitt síðast í máli hinna svokölluðu níumenninga, eins og þú sjálfsagt mannst.

Og úr því að þú nefnir refsivönd alþjóðasamfélagsins í þessu samhengi, sem kallar ráðamenn til ábyrgðar, vil ég benda þér á þá staðreynd að engri þjóð, með sæmilegu viti hefur dottið í hug að ákæra sína lýðræðislega kjörnu valdamenn, með sama hætti og "tæru vinstristjórninni". Og geturðu gert þér í hugarlund hvers vegna? Ég held að ástæðan sé sú að þetta ágæta fólk kann ekki að fara með vald í lýðræðisþjóðfélagi, en sé smátt og smátt að átta sig á því að lýðræðisþjóðfélagið er ekki að yfirgefa okkur, vegna þess að engin bylting hefur verið gerð, en vont fordæmi kann að hafa verið sett?

Ertu með betri tillögu?

Gústaf Níelsson, 16.12.2011 kl. 00:19

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það eina sem þetta Geirs-mál hefur uppá að bjóða er að "auga fyrir auga" verður tkið í hvert sinn sem stjórnarskipti verða framvegis og þá menn krossfestir fyrir stórar syndir jafnt sem smáar.

Næst í gapastokkinn verða Steingrímur og Jóhanna og Össur máski líka.

Óskar Guðmundsson, 16.12.2011 kl. 03:06

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það verða kærurnar sem Jóhanna og Steingrímnur fá þegar þau falla..... Icesave og misbeiting pólitísks valds sem og ríkisstofnanna til að útbreyða lygi (RÚV og 138 milljarðarnir sem reyndust vera 7,8)

Nei, þetta Geirs-mál verður bara til þess að menn verða krossfestir hver á fætur öðrum við stjórnarskipti sem og að í hvert sinn verður það fyrir minni sakir en síðast. 

Á endanum verður hægt að sameina Alþingi og Kvíabryggju.

Óskar Guðmundsson, 16.12.2011 kl. 03:11

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhanna og Steingrímur hafa ekki sýnt af sér neina léttúð á borð við þá sem Geir Haarde sýndi í aðdraganda hrunsins. Hann tók ekki mark á neinum aðvörunum en lét eins og allt væri í himnalagi. Var í Fjármálaeftirlitið með í ráðum? Þann 14.8.2008 var gefin út yfirlýsing um að bankarnir stæðust álagspróf með prýði! Var það kannski hvatning til vildarvina einkavæðingarsinna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til að herða ránskapinn innan bankanna? Næstu vikur varð meira fjárútstreymi úr bönkunum en nokkru sinni áður sem endaði með bankahruninu í lok sept. og byrjun okt. 2008.

Er það trú þín Óskar, að þetta séu afglöp Geirs, synd sem engin er?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.12.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband