14.12.2011 | 18:30
Óvenjulegar kröfur í langri greinargerð
Jón Magnússon, lögmaður Björns Bjarnasonar, hefur lagt óvenjulegar kröfur fram í einkamáli gegn Jóni Ásgeir þar sem krafist er auk hárra miskabóta og málskostnaður, að stefndi sæti refsingu og vísað í 234. gr. hegningarlaganna. Greinargerð Jóns er nokkuð löng og verður að vísa í hana þar sem hún er birt á heimasíðu lögmannsins.
Óvenjulegt er margt í málshöfðun þessari. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum dómsmálaráðherra höfðar mál gegn manni sem nánast hefur verið lagður í einelti á undanförnum árum. Þar hefði verið betra að dómsmálaráðherrann fyrrverandi hefði fylgst betur umeð öðru sem var á döfinni meðal íslenskra athafnamanna. Ríkisbankarnir voru í höndunum á mönnum sem jafnvel höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Englandi fremur en að reka banka með sæmd. Þessir aðilar voru meira og minna undir verndarvæng þáverandi stjórnvalda. Þarna var hvorki gætt hófs né jafnræðis meðal þessara útrásarvíkinga. Meðan atferli Jóns Ásgeirs var stöðugt undir árvökulum augum þáverandi stjórnvalda, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og ríkissaksóknara má fullyrða eftir á að hyggja að sömu aðilar steinsváfu á verðinum gagnvart glórulausri meðferð braskara á bönkunum og fjármálalífi landsmanna.
Þegar eg sótti tíma hjá Sigurði Líndal sem lengi var einn þekktasti prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands kom hann einu sinni sem oftar inn á meiðyrði og þar með hegningarlög. Taldi hann að málaferli ætti hver skynsamur að forðast og þá sérstaklega þeir sem telja sig hafa verið ærumeiddir. Málaferli eru dýr, meira að segja rándýr og þau ættu að forðast sem heitan eldinn. Varðandi málaferli vegna ærumeiðinga sagði Sigurður að þau eru í eðli sínu þannig að yfirleitt megi með góðum og gildum rökum ná einhverjum árangri í málaferlum en oft eru rifjuð upp einhverjar glósur og fullyrðingar sem ef til vill betur væru gleymdar.
Nokkuð einkennilegt er að deiluaðilar reyni ekki til þrautar að ná sáttum. Rýr sátt er kannski skömminni skárri en fyrirhöfnin og fjármunirnir sem til þarf að kosta.
Góðar stundir
Krefst álags á málskostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 243436
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GSJ:
Eitthvað hefur þetta snúist í hausnum á þér og út á tún!
Í upphafsorðum greinargerðarinnar stendur skýrum stöfum að hún sé fyrir hönd stefnda (BB) en ekki stefnanda. hefðir betur lesið þetta svolítið hægar.
Það er JÁJ sem stefndi BB fyrir tittlingaskít sem þegar var búið að leiðrétta og biðjast afsökunar á. JÁJ er með því að halda stefnunni til streitu að misnota réttarkerfið í eigin áróðursbrölti. Það á hann ekki að fá að komast upp með og BB á ekki að þurfa að bera kostnað af svoleiðis vitleysu. Um það snýst málið.
Björn (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 22:54
Hvað áttu við Björn? Skil ekki alveg hvað þú átt við í upphafsmálsgrein þinni.
Auðvitað eru fjölmæli og málaferli þeim tengd ekki það skemmtilegasta sem við getum hugsað okkur. En hvers vegna að magna upp deilurnar sem nægar eru fyrir, fremur en að finna friðsamari og vinsamlegri leiðir?
Einu sinni var ritstjóra stefnt undir lok 19. aldar og krafist 10.000 króna í skaðabætur! Það voru meira en 100 kýrverð! Auðvitað var stefndi sýknaður enda höfðu viðkomandi átt undanfarin misseri í stöðugum erjum sem var hvorugum til vegsauka. Þeir töluðust ekki við í aldarfjórðung en sættust heilum sáttum skömmu áður en ævi beggja var öll.
Þessar deilur milli Björns fyrrum ráðherra og Jóns Ásgeirs athafnamanns og sem sumir vilja nefna braskara, minna einna helst á sumar þekktar langvarandi deilur út af litlu tilefni. Hvorugur getur undir slíkum kringumstæðum nokkurn tíma vænst þess að bera hærri hlut fremur en húsfreyjurnar forðum á Bergþórshvoli og Hlíðarenda í svonefndu „húskarlavígum“. Þó menn kappkosti að brennimerkja hvorn annan sem versta þrjót, þá mun það aldrei takast.
Hvernig væri að þessir tveir þjóðþekktu einstaklingar reyni sættir sem væri þeim báðum til sóma?
Ætli dómsstólarnir séu ekki nægjanlega ásetnir verkefnum að ekki sé verið að auka enn álag á þá, kannski að vitaóþörfu?
Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.