Betri er skattur og hafa öryggi

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér á 17 ára samfelldu valdaskeiði sínu fyrir miklum skattalækkunum einkum gagnvart þeim sem betur máttu sín. Afleiðingin var sú að þúsundir lögðu sparnað sinn til hliðar og keyptu m.a. hlutabréf.

Sami flokkur átti ásamt Framsóknarflokknum forgöngu í að undirbúa illa ígrundaða einkavæðingu ríkisbankanna og ákváðu með enn verri undirbúning að afhenda bankana vandræðamönnum.

Allt hrundi sem hrunið gat enda töldu allir hlutaðeigandi að þeir bæru enga ábyrgð.

Nánast allir sem áttu hlutabréf og hugsuðu um langtímasparnað í formi þeirra töðuðu áratuga sparnaði, í boði Framsóknarfloksins og Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir mitt leyti vil eg fremur borga nokkra þúsund kalla til viðbótar í skatta til að leggja mitt af mörkum til reksturs þjóðfélagsins. Með því get eg vænst þess að hafa öryggi sem hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið.

Forysta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru nátengdir bröskurunum og spillingaöflunum sem ábyrgð bera á bankahruninu!

Mosi


mbl.is Skattarnir lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er meira að segja grænn fontur hjá þér. Hahahaha góður

Jon h (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 01:02

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú vilt sem sagt heldur allsleysis- og ölmusustefnu Samfylkingar og Vinstri grænna? Hvar er öryggið í því?

Sigurður Hreiðar, 24.10.2011 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú misskilur þú mig Sigurður!

Auðvitað verðum við að reka samfélagið með því markmiði að enginn verði útundan. Tekjurnar verða jafnaðar með sköttum og þannig sé haldið uppi samfélagsþjónustu á sem víðustu sviðum.

Íhaldið vildi lækka skatta. Það var einkum gagnvart þeim tekjumeiri. Það finnst okkur vinstri mönnum ekki vera rétt enda dregur mikið milli þeirra sem betur mega sín og hinna sem minna hafa.

Góðar stundir!

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2011 kl. 18:02

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ef ég misskil þig Guðjón minn verðurðu að tala eitthvað ljósar. Ég sé ekki betur en samfélagsþjónustu hafi farið gríðarlega aftur á víðustum sviðum undir þessari svokölluðu velferðar vinstri „stjórn“. Lægri skattar ná líka til okkar hinna tekjulágu og gera okkur mögulegt að koma meiri peningum í umferð sem aftur skapar meiri umsvif sem leiða af sér meiri tekjur fyrir ríkið og fleiri störf fyrir þá sem enn eru á þeim aldri að njóta þeirra. Hvers vegna getið þið, blessaðir rasshandarmennirnir, aldrei skilið svo einfalda hagfræði?

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 24.10.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband