26.8.2011 | 18:35
Ferðaþjónustan blómgast
Ýms merki eru uppi að ferðaþjónustan blómgast. Mikill áhugi er fyrir Íslandi enda enginn svikinn af mjög fagurri náttúru og mörgu athyglisverðu. Eftir því sem eg hefi verið lengur þátttakandi í ferða þjónustunni, því meir finnst mér áhugi fara vaxandi.
Gistiaðstaða er víða sprungin og þarf að bæta verulega úr. En við verðum að forðast skyndiákvarðanir, t.d. breyta gömlum húsum sem ekki henta undir þessa starfsemi né umhverfið sé ekki nógu gott. Þannig þarf að taka tillit til ýmissa ytri aðstæðna t.d. aðkomu.
Fyrir nokkrum árum höfðu aðilar áhuga fyrir að byggja hótel neðst á Laugaveginum. Sem betur fer var komið í veg fyrir það, Ólafur F. Magnússon beitti sér fyrir í umdeildum meirihluta að borgin keypti húsin sem fyrir voru, kannski fulldýru verði. Að öllum líkindum hefði það orðið jafnel enn dýrari leið ef þarna hefði verið farið að óskum þeirra sem vildu byggja of stórt hótel í þrengslum. Þarna er engin aðstaða fyrir rútur né aðra nauðsynlega flutninga vegna aðfanga og aðra þjónustu. Það hefði orðið verstu afglöp.
Fyrir utan stærstu hótel borgarinnar er oft örtröð. Stundum eru 4-5 rútur að sækja hópa á sama tíma auk minni bíla. Það þarf að huga vel að þessari hlið ferðaþjónustu, ekki dugar að festa einhverja lóð til að byggja á.
Sennilega þarf að byggja stórt hótel á höfuðborgarsvæðinu á um það bil áratgs fresti og minni gististaði öllu oftar. Við vorum lengi að bíða eftir því að hálf milljón erlendra gesta sæki okkur heim, miklar líkur eru á að þeir verði yfir 600.000 að tölu í ár.
Á háannatíma í Leifsstöð koma allt að 10-12 flugvélar á sama klukkutímanum.
Sennilega verður fjöldinn kominn í 1.000.000 áður en langt um líður enda njótum við þess að Ísland er og verðu vinsælt ferðamannaland.
Við áttum fyrir löngu að leggja meiri áherslu á þessi mál. Ferðaþjónustu getum við byggt á eigin forsendum sem við getum ekki þegar stóriðjan leyfir slíkt ekki. Þannig er unnt að fjárfesta í minni áföngum sem ekki ættu að valda einhliða sveiflu eins og gerðist á sínum tíma á oftrú á að stóriðjan sé framtíðin.
Mosi
Öll hótel í Reykjavík „gjörsamlega yfirfull“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.