Fjárfestingar og ferðaþjónusta

Af hverju er hvergi nokkurs staðar hægt að sýna erlendum ferðamönnum hreindýr á þjóðvegum landsins? Mér skilst að einu staðirnir sem vísa má ferðamönnum á sé í Klausturseli í nokkurs konar afdal eystra og svo auðvitað Húsdýragarðurinn í Reykjavík.

Mér skilst að nánast útilokað sé að fá leyfi að hafa hreindýr í aðgengilegu gerði til að sýna ferðafólki. Líklega er auðveldara að fá leyfi að byggja álbræðslu og reka þessa umdeildu starfsemi en að hafa hreindýr til sýnis ferðafólki.

Sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hvar unnt sé að sjá hreindýr. Helst er að sjá þau af tilviljun helst snemma á vorin og í misjöfnum veðrum. Af hverju þurfa Íslendingar alltaf að bíða eftir því að einhverjir útlendir auðjöfrar komi hingað með fullar hendur fjár? Eru stjórnmálamenn svo fjarri raunveruleikanum að góðar hugmyndir séu jafnfjarri þeim og fjarlægustu sólkerfi?

„Sjálfs þín höndin hollust er“ segir í gömlum vísdómi. Frumkvæði okkar sjálfra er oft jarðbundnari og ódýrari kostur.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Funduðu um fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband