Ferðaþjónustan blómgast

Ýms merki eru uppi að ferðaþjónustan blómgast. Mikill áhugi er fyrir Íslandi enda enginn svikinn af mjög fagurri náttúru og mörgu athyglisverðu. Eftir því sem eg hefi verið lengur þátttakandi í ferða þjónustunni, því meir finnst mér áhugi fara vaxandi.

Gistiaðstaða er víða „sprungin“ og þarf að bæta verulega úr. En við verðum að forðast skyndiákvarðanir, t.d. breyta gömlum húsum sem ekki henta undir þessa starfsemi né umhverfið sé ekki nógu gott. Þannig þarf að taka tillit til ýmissa ytri aðstæðna t.d. aðkomu.

Fyrir nokkrum árum höfðu aðilar áhuga fyrir að byggja hótel neðst á Laugaveginum. Sem betur fer var komið í veg fyrir það, Ólafur F. Magnússon beitti sér fyrir í umdeildum meirihluta að borgin keypti húsin sem fyrir voru, kannski fulldýru verði. Að öllum líkindum hefði það orðið jafnel enn dýrari leið ef þarna hefði verið farið að óskum þeirra sem vildu byggja of stórt hótel í þrengslum. Þarna er engin aðstaða fyrir rútur né aðra nauðsynlega flutninga vegna aðfanga og aðra þjónustu. Það hefði orðið verstu afglöp.

Fyrir utan stærstu hótel borgarinnar er oft örtröð. Stundum eru 4-5 rútur að sækja hópa á sama tíma auk minni bíla. Það þarf að huga vel að þessari hlið ferðaþjónustu, ekki dugar að festa einhverja lóð til að byggja á.

Sennilega þarf að byggja stórt hótel á höfuðborgarsvæðinu á um það bil áratgs fresti og minni gististaði öllu oftar. Við vorum lengi að bíða eftir því að hálf milljón erlendra gesta sæki okkur heim, miklar líkur eru á að þeir verði yfir 600.000 að tölu í ár.

Á háannatíma í Leifsstöð koma allt að 10-12 flugvélar á sama klukkutímanum.

Sennilega verður fjöldinn kominn í 1.000.000 áður en langt um líður enda njótum við þess að Ísland er og verðu vinsælt ferðamannaland.

Við áttum fyrir löngu að leggja meiri áherslu á þessi mál. Ferðaþjónustu getum við byggt á eigin forsendum sem við getum ekki þegar stóriðjan leyfir slíkt ekki. Þannig er unnt að fjárfesta í minni áföngum sem ekki ættu að valda einhliða sveiflu eins og gerðist á sínum tíma á oftrú á að stóriðjan sé framtíðin.

Mosi


mbl.is Öll hótel í Reykjavík „gjörsamlega yfirfull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband